Saga - 1993, Page 282
280
RITFREGNIR
dæmi í þessu sambandi á, að ..." Og hvað á að segja um þessa setningu af bls.
208: „Á þeim sama paragraffi laganna ..."?
Aðfinnslur mínar við myndir bókarinnar eru þríþættar. í fyrsta lagi eru
nokkrar myndir alveg textalausar og á ég þá einnig við kort. Á bls. 10 er kort
án nokkurs skýringatexta. I myndaskrá er upplýst að þetta sé uppdráttur
Skúla Magnússonar frá 1784 og að hann sé fenginn úr Lmnhwwi lngclfs I. Mér
hefur ekki tekist að finna kortið þar.
Á bls. 22 er önnur textalaus mynd (teikning). Er hún þá bara til skrauts?
Varla, því í myndaskrá segir að myndin sýni verslunarhúsin í Keflavík árið
1766. Var ekki þörf á að upplýsa lesandann um það á réttum stað? Önnur
sambærileg dæmi eru á bls. 12—13 (heldur engar upplýsingar í myndaskrá),
64 og 232.
I öðru lagi vil ég finna að því að sumar myndirnar, í öllum tilfellum ljósrit
gamalla skjala, eru svo litlar að ómögulegt er að lesa texta þeirra og því ekki
gott að átta sig á tilgangi myndbirtingarinnar. Slíkar myndir eru á bls. 43 og
174. Þá er Iíka fremur erfitt að lesa úr skífuritinu á bls. 101.
I þriðja lagi vil ég setja út á það að allt of margar Ijósmyndanna í bókinni
koma sögu Keflavíkur Iítið sem ekkert við. í flestum tilfellum er um að ræða
menn sem ber einu sinni á góma, oftast fyrir það að skrifa t.d. um fiskveiðar
eða verslun í eitthvert blaða landsins en hafa ef til vill aldrei til Keflavíkur
komið. Má sem dæmi nefna að á bls. 144 er mynd af Baldvini Einarssyni.
Hann kom ekkert við sögu Keflavíkur en lítillega er minnst á grein í riti hans,
Armnnni á Alpingi. Ef þetta væri undantekning þá væri allt í lagi en svo er
ekki og má sjá myndir af þessu tagi á bls. 57, 81, 86, 89,118,133,145,177,183
og 194. Þá mættu myndatextar í sumum tilfellum vera hnitmiðaðri, eins og
t.d. á bls. 251 en þar er birt upphaf bréfs og sagt í texta að þetta séu „Bréfa-
skipti amtmanns og landshöfðingja ..." Miklu eðlilegra er það sem segir í
myndaskrá á bls. 276: „Bréf amtmanns til landshöfðingja."
Hér að framan hefur verið fjallað um bæði jákvæð og neikvæð atriði við
Sögu Keflcwíkur. Ef ekki væri annað og meira tel ég að allir aðstandendur
bókarinnar mættu vera sæmilega ánægðir með hvernig til hefur tekist.
það er meira. Sjálfsagt þekkja margir höfundar hversu ótrúlega mörgum vill-
um o- f- -■* í handriti me* 6o0um prófarkalestri og margir ham iot-
" fu verka sinna of mikið. Hversu góð sem
••■fiöm; vci'kinu. Þetta þ/,-'-,r
. en þao t ekki hægt að horfa fram hjá þess-
. - og prentvillur af mjög fjölbreytilegu tagi í meg-
n..- . ciu töluvert á annað hundrað! Sums staðar má finna þrjár
villur á einni blaðsíðu (171, 220, 245, 256). Ef tilvísana- og heimildaskrár eru
taldar með þá hækkar villufjöldinn ískyggilega. Það er óskiljanlegt að að-
standendur svo vandaðrar útgáfu sem Sagn Kcflavíkur er að öðru leyti skuh
láta sig hafa það að vanda samlestur og prófarkalestur ekki betur.
Á bls. 178 er verið að tala um árabáta með ákveðnu lagi og þar koma fynr
orðmyndirnar „Eyngeyjarlagi" og „Engeyjarlagi", og á bls. 186 kemur þriðja
útgáfan: „Engeyjalags". Á bls. 220 er Eyrarbakki nefndur fjórum sinnum,
tvisvar Eyrarbakki og tvisvar Eyrabakki. Ýmist er skrifað hreppsstjóri eða