Saga - 1993, Side 283
RITFREGNIR
281
hreppstjóri, Hafnahreppur eða Hafnarhreppur, upplýsingastefna eða upp-
lýsingarstefna, verslunarekstur eða verslunarrekstur o.s.frv. Eg læt þetta
nægja en vegna villufjöldans vantreystir maður stundum orðanotkun höf-
undar en hann leggur sig fram um að nota mjög sjaldgæf orð, Iesandinn
heldur jafnvel að um villur sé að ræða. Dæmi um það er t.d. notkun orðsins
ess á bls. 44 sem þýðir hestur.
A of mörgum stöðum verður þess vart í ritinu að höfundur þess fari rangt
með beinar tilvitnanir eða viðhafi ekki þá nákvæmni sem sjálfsagt er að gera
kröfu um til sagnfræðinga varðandi meðferð þeirra og tilvísanir til heimild-
anna. Eg athugaði nokkrar slíkar tilvitnanir og fann eitthvað aðfinnsluvert
við þær flestar. A bls. 85 segir höfundur, þar sem hann er að segja frá árásum
á skip sem sigldu til Islands, að Keflavíkurskipiö hafi verið „„mest rænt".'"
Tilvísunarnúmerið vísar til Aniuíla IV, 580 (Ymist kallaðir Annálar eða Ann-
álar Islands). Þar er setningin aftur á móti svona: „Og fleiri kaupför voru í
hingaðsiglingu rænd af kafförum, en allra mest sú dugga, sem útkom í
Keflavík, ..."2 Höfundur Siigu Keflavíktir breytir oröalagi annálsins en gefur
samt til kynna að orðrétt sé farið með.
Lítum á annað dæmi. A bls. 273 er rastagrein og í lok hennar er vísað til
rits eftir Þorvald Thoroddsen náttúrufræðing. Rangt er farið með undirtitil-
inn og ritið er ekki í heimildaskrá Sögu Keflavíkur. Texti Þorvaldar er tekinn
staf- og kommuréttur upp, að öðru leyti en því að fjórar breytingar eru gerð-
ar, með öðrum orðum: fjórar villur. Ofan á allt annað er tjlvitnunin ekki tekin
á bls. 158 eins og sagt er heldur á bls. 162. Enn má nefna sem dæmi um óná-
kvæmni höfundar að á bls. 254 vísar hann í lok beinnar tilvitnunar í Aniiála
IV, 581, en á að vera með réttum hætti bls. 584.
Víkjum þá að aðferð höfundar við að vís=> til beinna tilvitnana. Mjög víða í
bókinni er vitnað orðrétt til heimilda, serstaklega í þeim hluta bókarinnar sem
fjallar um 19. öldina. Beir ir tib'itnanir einkennir höfundur með tilvitnun-
armerkjum eins og eðlilegt er ef slíkur texti er ekki einkenndur með inndrætti,
en mjög víða fylgir ekkert tilvísunarnúmer. Heimildar er ekki getið. Þess í stað
heldur höfundur áfram umræðunni um viðkomandi mál frá eigin brjósti og
klykkir svo út með beinni tilvitnun á ný, stundum margar línur, stundum
nokkur orð. Og þá er loks vísað til heimildar, stundum margra! Þá er ekki
alltaf gott að sjá hvaðan þessar beinu tilvitnanir eru ættaðar! Tökum dæmi. A
bls. 144 er birtur tíu lína hreppstjóraeiður Helga Teitssonar frá árinu 1854 og er
hann innan tilvitnv armerkja án þess þó að heimildar sé getið. Síðan kemur
setningin: „Helgi andaðist í Keflavík árið 1876, „þrotinn á heilsu".21". Og loks-
■ns nú sér höfundur ástæðu til að vísa til heimildar (númer 21), hvorki meira
né minna en fjögurra rita. Hvaðan kom beina tilvitnunin? Höfundur hefur
mikið dálæti á þessari aðferð og hana má víða sjá, t.d. á bls. 140,188,196, 250
og 258-9. Þá er á allt of mörgum stöðum í bókinni hreinlega sleppt að vísa til
heimilda í lok beinna tilvitnana. T.d. er birt bréf á bls. 106 og er það innan til-
vitunarmerkja. Heimildar er ekki getið. Það sama má sjá á bls. 14. Þar er birt
2 Aimcilar M00-1800 IV, 580. Reykjavík 1940^18.