Saga - 1993, Page 284
282
RITFREGNIR
skjal um úttekt Keflavíkurjarðar árið 1766. Heimildar er ekki getið. Önnur
dæmi má sjá á bls. 20,45 og 221-2.
Margt hefði þurft að vinna betur og samræma í tilvísanaskrá og heimilda-
skrá. Bil vantar víða á milli orða, bandstrik vantar, ósamræmi er í skamm-
stöfunum safna (Þ.I., ÞI. og Þ. í.) ofl. Af verri villum má nefna að á bls. 148 er
vísað til tveggja heimilda um skattgreiðslutöflu. Sú fyrri finnst alls ekki í
heimildaskrá og sú seinni, XII. 7, raunar ekki heldur en er líklegast XXII. 7.
Því miður eru slík dæmi mörg. Bls. 278: „ÞI. Sóknarmannatal Utskála 1789-
1820" finnst ekki í heimildaskrá. Bls. 279: „Þ.í. Skjalasafn GuIIbringu- og
Kjósarsýslu. Umboðsskjöl IX. 8 ..." Er ekki í heimildaskrá og ekki heldur „ÞI.
Skjalasafn Gullbringu- og Kjósarsýslu XII. I. Uppboðsskjöl 1786-1814." Mörg
fleiri svona dæmi má finna, t.d. á bls. 279-80, og ekki er samræmi í meðferð
kirkjubóka Utskála á milli tilvísanaskrár og heimildaskrár.
Sums staðar verður höfundi hált á að rita titla bóka rétt. A bls. 49 heitir
bók Stutt tígrip um fiskiveiðnr en í heimildaskrá bls. 291 heitir hún Stutt cígrip
um Fiski Veiðnr. A bls. 96 er rastagrein sem er orðréttur texti Ólafs Stefáns-
sonar stiftamtmanns. Þegar svo höfundur Sögu Kefiavíkur ritar titil ritgerðar
Ólafs bregður svo við að hann stafsetur hann ekki í upprunalegu horfi og í
heimildaskrá er kominn nýr titill. A bls. 96 heitir ritgerðin „Um jafnvægi
bjargræðisveganna á íslandi" en í heimildaskrá „Um jafnræði bjargræðisveg-
anna".
Niðurstaðan er þessi: Sngn Kefiavíkur er skemmtileg og vel stíluð byggðar-
saga. En hún er yfirlitskennd og villur eru allt of margar. Ef höfundi tekst að
vanda betur frágang seinna bindis, eða seinni binda, má vænta hins besta um
framhaldið.
Friðrik G. Olgeirsson
YFIR ÍSLANDSÁLA. AFMÆLISRIT TIL HEIÐURS MAGN-
ÚSI STEFÁNSSYNI SEXTUGUM 25. DESEMBER 1991.
Sögufræðslusjóður. Reykjavík 1991.177 bls.
Útgáfa afmælisrita virðist hafa færst í vöxt á síðari árum. Áður þótti við hæfi
að heiðra merkan fræðimann á tímamótum við lok starfsævi hans, en nú er
mönnum fært afmælisrit, þótt enn séu á besta aldri. Vafalaust má að nokkru
leyti rekja þessa breytingu til tölvutækninnar, sem hefur auðveldað bókagerð
og aukið mörgum ritgleði. Afmælisritin eru nokkuð með misjöfnu móti eftir
aldri þeirra, sem þau eru tileinkuð. Fimmtugur maður fær lítið kver með
greinum, sem einatt eru blandnar góðlátlegri kímni, en þegar hann hefur náð
sjötugs aldri má búast við, að afmælisritið verði veglegra, innbundið, og með
Tabula gratulatoria. Yfir íslandsála fer bil beggja. Það er einfalt að ytri gerð, en
greinarnar eru yfirleitt ritaðar af fræðilegum metnaði og alvöru.