Saga - 1993, Side 285
RITFREGNIR
283
Bókin er safn tíu greina eftir jafnmarga höfunda, sem flestir eiga það sam-
eiginlegt að hafa verið við nám eða kennslu í Björgvinjarháskóla í Noregi, en
þar hefur Magnús Stefánsson verið kennari um árabil. Efni þeirra er fjöl-
breytilegt, en tengist þó miðöldum með einum eða öðrum hætti. Segja má, að
greinarnar skiptist á milli kvennasögu, réttarsögu og byggöarsögu, örnefna-
fræði og bókmennta.
Agnes Siggerður Arnórsdóttir ritar grein, sem hún nefnir „Þankar um kon-
ur og stjórnmál á þjóðveldisöld". Eins og nafnið bendir til, fer hún vítt og
breitt um efnið og erfitt að koma auga á afgerandi niðurstöðu, enda líklega
ekki til þess ætlast. Hún telur, að á fyrri hluta þjóðveldisaldar hafi konur haft
raunveruleg áhrif og „getað tekið formiega beinan þátt í pólitík innan stokks
í nafni húsfreyjuvalds og sem staðgenglar karla". Utan stokks var stjórn-
málaþátttaka kvenna „bæði bein og óbein en nær eingöngu óformleg". Hér
er við að bæta, að konur hljóta einnig að hafa mátt sín mikils utan stokks
vegna líkamsburða sinna, ef rétt er hermt í Sturlungu, að þær hafi runnið á
karla og haldið þeim, þegar bændur þeirra voru með óspektir. Sterk ættar-
bönd og valddreifing á þeim tíma var konum í hag. En á 12. og 13. öld gerist
það, að höfðingjar fara að berjast um völdin og eira þá hvorki ættingjum né
vinum. Fjölskyldur sundrast og völdin færast alfarið úr héraði til stofnana
eins og alþingis, sem stjórnað var einvörðungu af karlmönnum. Agnes bend-
ir á, að kirkjan hafi hugsanlega átt hlut í því að veikja stöðu kvenna, þegar
hún krafðist þess, að báðir aðilar gæfu jáyrði við giftingu. Hjónaband var þá
ekki lengur pólitískur ættarsamningur, heldur einkamál, og stuðningur ætt-
ingja ekki eins vís og áður. Konur reyndu að sporna við þessari þróun með
því að beita sér fyrir samstöðu ættmenna, en viðbrögð karlmanna voru þau
að setja lög, sem takmörkuðu rétt þeirra, m.a. til erfða, og komu í veg fyrir,
að þær gætu sinnt opinberum embættum.
Helga Kress bregður nýju ljósi yfir samskipti karla og kvenna í greininni
„Gægur er þér í augum. Konur í sjónmáli Islendingasagna". I upphafi máls
vitnar hún í franska fræðikonu, Lucc Irignray, sem sagði, að karlar skil-
greindu konur og mörkuðu þeim stað með glápi. Síðan dregur Helga fram
fjölmörg frásagnarbrot úr fornum ritum, sem virðast koma heim og saman
við þessa kenningu, en um leið sýnir hún, með hverjum hætti konur eru látn-
ar koma inn í sjónmál karla. Undir augnaráði karlmannsins verður konan lít-
ið annað en fallegur hlutur, svo að vald hans yfir henni verður algjört.
Það hefur hvarflað að mér, hvort rétt sé að nota orð eins og „karlaveldi",
„misrétti kynja" og önnur ámóta hugtök úr nútímanum til að lýsa samfélagi
miðalda. A þeim tíma var verkaskipting mjög ósveigjanleg, enda staðfest í
helgum ritum, og hverju lífshlutverki fylgdu skyldur og kvaðir, sem ekki
mátti víkjast undan. Ef nokkur samfélagshópur var kúgaður á okkar mæli-
kvarða, voru það ekki einungis konur, heldur einnig klerkar og reyndar
klausturfólk almennt, sem urðu að beygja sig undir skilyrðislausa hlýðni og
aga og var meinað um jafnsjálfsögð mannréttindi og að eignast afkvæmi.
Þetta var hlutskipti, sem vígðir þjónar áttu ekki ævinlega frjálst val um, held-
ur var ákvörðun foreldra eða annarra venslamanna. Þeir máttu ekki einu
sinni halda sér til og ganga með vopn, eins og karlmönnum sæmdi, heldur