Saga - 1993, Blaðsíða 286
284
RITFREGNIR
var skipað á bekk með konum og varnarlausum smælingjum. Ekki er samt
víst, að þeir hafi talið sig misrétti beitta; þetta var einfaldlega það, sem heyrði
þeirra standi til. En konur og klerkar áttu fleira sameiginlegt. Hlutverk kvenna
var að ala upp börn, en kennimenn skyldu sjá til þess, að sérhvfer ætti vísa
heimkomu í ríki himnanna. Hvort tveggja var mjög mikilvægt á þeim mann-
skaðatímum, sem miðaldir voru. Getur verið, að bæði konum og klerkum
hafi af þeim sökum verið haldið frá því háskalega athæfi að taka þátt í stjórn-
málum?
Gunnar Karlsson minnir okkur á, hvað það er varasamt að gera ráð fyrir,
að fortíðarmenn hafi hugsað eins og við gerum nú. í greininni „Að ná íslensk-
um lögum" veltir hann vöngum yfir, hvað þetta orðasamband í Gamla sátt-
mála merkir. Flestir fræðimenn hafa talið, að í því fælist réttur Islendinga til
að eiga hlutdeild í löggjafarvaldinu, þó að um það finnist engar reglur í rit-
uðum lögum. Þeir hafa þá gefiö sér, að hugmyndir Islendinga á miðöldum
um lög og stjórnskipun hljóti að hafa verið hinar sömu og á 19. og 20. öld.
Með því að athuga ákvæði Gamla sáttmála í samhengi og draga fram fleiri
dæmi um hliöstætt orðasamband úr fleiri ritum kemst Gunnar að þeirri nið-
urstöðu, að viðtekinn skilningur fræðimanna sé rangur. Að ná íslenskum
lögum þurfi ekki að merkja annað en það „að koma fram rétti sínum sam-
kvæmt lögum, eins og þau eru nú á Islandi".
Enn önnur grein víkur að hugarfari miðaldamanna. Hún er eftir Jón Viðar
Sigurðsson og nefnist „Börn og gamalmenni á þjóðveldisöld". Það eitt, að
Jón Viðar skuli leiða hugann að þessum vanræktu samfélagshópum fortíðar
og gera þeim skil, er þakkarvert. I efnismikilli grein sinni ræðir hann m.a.
þau hugtök, sem að fornu voru notuð til að lýsa mismunandi aldursskeiði,
minnist á uppeldi og menntun barna og fjölskyldubönd, en þau telur hann,
að hafi verið ótraust á Sturlungaöld. Til marks um það bendir hann á mikil-
vægi vináttunnar og gjafa í samskiptum manna. Uppistaðan í grein Jóns Við-
ars er safn dæma, sem hann hefur skráð, einkum úr Sturlungu og Islendinga-
sögum. Hann fullyrðir, að á þjóðveldisöld hafi börn og gamalmenni ekki not-
ið mikillar virðingar vegna þess að þá voru menn metnir eftir vinnuframlagi
sínu; þegar einhver gat ekki unnið lengur, var hann oröinn gamall og ómagi-
Aldur var þannig afstæður. Um samband foreldra og barna á miðöldum
segir hann, að okkur sé tamt að líta á það með augum nútímans. En það
hvarfli sjaldan að okkur, að ást á milli barna og foreldra „er ekki erfðafræði-
legur eiginleiki heldur samfélagslega skilyrt". Um þetta atriði er ég ekki eins
sannfærður og Jón Viðar. Ast foreldra til barna sinna sýnist mér þvert á móti
hafin yfir stund og stað, svo að jafnvel má líkja henni við „erfðafræðilega eig-
inleika". Ástæðan getur verið sú, að í börnum sínum sjái foreldrarnir rætast
eðlislæga lífslöngun sína og ef til vill einhvers konar eilífðarþrá. „Sleit mar
bönd minnar ættar, snaran þátt af sjálfum mér" kvað EgiII Skallagrímsson
eftir dauða Böðvars, sonar síns. Börnin eru þá staðfesting á því, að líf foreldr-
anna haldi áfram og sé með nokkrum hætti ódauðlegt. Þau eru þannig á
öllum tímum dýrmætasta eign foreldra sinna og kalla fram þá tilfinningu,
sem nefnist foreldraást. Annað mál er, að sú tilfinning getur tekið á sig ýmsar
myndir eftir samfélögum og verið í þeim skilningi „samfélagslega skilyrt".