Saga - 1993, Page 288
286
RITFREGNIR
Sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna ákvæði kristinréttar um kon-
urnar sautján var svona lífseigt. Getur verið, að í öndverðu og framan af hafi
menn forðast að víkja frá lögum guðs eða breyta þeim á nokkurii hátt af ótta
við að vekja reiði hans og fordæmingu? Þegar ákvæðið og reyndar Stóridóm-
ur var loks endanlega úr sögunni, gerðist ekkert annað en það, að þungu
fargi var létt af fólki, enda var þá liðin sú tíð, að mönnum stæði stuggur af
guði. Þetta minnir á, hvað undirstaðan varðar miklu, þær forsendur sem sér-
hver öld gefur sér, þegar hún er að réttlæta lífsmynd sína og athafnir. Mað-
urinn er samur við sig, þó að hugsun hans leiti sér útrásar allt eftir þeirri
undirstöðu, sem líf hans hvílir á. Þess vegna getum við búist við að hitta sjálf
okkur fyrir, jafnvel í sögu og bókmenntum löngu liðinna tíma.
Það var ánægjulegt að lesa bókina Yfir íslcmdsdla og fá að skiptast á skoð-
unum við höfunda í huganum, ef ástæða var til. Ég hefði einungis viljað fá
að vita frekari deili á manninum, sem fékk svo látlaust en vandað rit í af-
mælisgjöf.
Gunnar F. Guðmundsson
Ásgeir Sigurgestsson: BROTIN DRIF OG BÍLAMENN.
SAGA BIFREIÐAVIÐGERÐA OG FÉLAGS BIFVÉLA-
VIRKJA Á FYRRI HLUTA ALDARINNAR. SAFN TIL
IÐNSÖGU ÍSLENDINGA, 3. bindi A. Hið íslenska bók-
menntafélag. Reykjavík 1988. 365 bls. Skrár, töflur, myndir.
Ásgeir Sigurgestsson: ÁFRAM VEGINN... SAGA BIF-
REIÐAVIÐGERÐA OG FÉLAGS BIFVÉLAVIRKJA Á SÍÐ-
ARI HLUTA ALDARINNAR. SAFN TIL IÐNSÖGU
ÍSLENDINGA, 3. bindi B. Hið íslenska bókmenntafélag-
Reykjavík 1991. 465 bls. Skrár, töflur, myndir.
Haukur Már Haraldsson, Ögmundur Helgason. HUGVIT
ÞARF VIÐ HAGLEIKSSMIÐAR. FRÆTT UM FARAR-
TÆKI OG FERÐABÚNAÐ ÁSAMT KAFLA UM GLER-
SLÍPUN OG SPEGLAGERÐ. SAFN TIL IÐNSÖGU ÍS-
LENDINGA, 6. bindi. Hið íslenska bókmenntafélag-
Reykjavík 1992. 446 bls. Skrár, töflur, myndir.
í þessum þremur bókum eru samankomnir merkilegir þættir í íslenskri
menningu sem auðvelt er að láta sér sjást yfir, ekki síst bílasmíðina sem um
er fjallað í síðustu bókinni af þessum þremur. Að sjálfsögðu ætti engum að
sjást yfir bíla á götum og vegum nú undir lok 20. aldar en hitt kemur á óvart
hversu mikil framleiðsla hefur verið tengd bílum um áratuga skeið hér a
landi. T.d. hófst smíði palla og yfirbygginga um leið og bílaöld hélt innreið
sína, þ.e. 1913. Hér á eftir lýsi ég þessum bókum í stuttu máli hverri fyrir sig-