Saga - 1993, Side 289
RITFREGNIR
287
Eins og undirtitill hennar ber með sér fjallar fyrsta bókin, Brotin drif, um
bifreiðaviðgerðir á fyrri hluta aldarinnar. Hún hefst á örstuttum kafla um
forsögu bíla og upphaf bílaaldar á Islandi. Meginhluti bókarinnar, eða næst-
um 200 síður, fjallar um einstök bifreiðaverkstæði og bifreiðaviðgerðamenn í
Reykjavík og á Suðurlandi, einkum á þriðja áratugi aldarinnar. Um 100 síður
fjalla um félagssamtök bifvélavirkja og iðnréttindi. I viðbæti eru skrár um
innflutning á bifreiðum og öðrum ökutækjum til og með árinu 1939 svo og
skrá um innflutning á varahlutum. Þessar skrár eru flokkaðar eftir fram-
leiðslulöndum og hið athyglisverðasta efni.
I Brotnum drifum er lögð mest áhersla á að greina frá kjörum og starfsað-
stæðum þeirra er unnu við bifreiðaviðgerðir, eða bifvélavirkja, eins og þeir
fóru að kalla sig í kringum 1935. Sagt er frá vinnuaðstæðum og tækjum á
hinum ýmsu verkstæðum eftir að þau komu til sögunnar. Fyrstu verkstæðin
voru einkum verkstæði í eigu bifreiðaeigenda, t.d. bílastöðvar Steindórs sem
flestir sem komnir eru á fullorðinsár muna enn eftir.
Meginbaráttumál samtaka bifvélavirkja þegar þau voru stofnuð upp úr
1930 var að stytta vinnutíma og raunar að breyta næturvinnu í dagvinnu.
Greitt hafði verið sama kaup fyrir dag-, kvöld-, nætur- og helgidagavinnu
þannig að bifreiðaeigendur komu með bifreiðir sínar á kvöldin til viðgerða.
Samt mættu viðgerðamennirnir á daginn til að voka yfir vinnu sem kannski
byðist en höfðu iðulega lítið upp úr krafsinu. Þetta heppnaðist og gerbreytti
starfsaðstæðunum. I kjölfar þessa var eigendum verkstæðanna vikið úr sam-
tökunum.
Nátengd baráttunni fyrir launaöryggi, hvíldartíma og félagsréttindum var
baráttan fyrir viðurkenningu iðnréttinda. Slík viðurkenning fékkst einmitt á
fjórða áratugnum, eins og svo margt annað sem alþýðufólk hefur fengið
framgengt. Fyrstu bifvélavirkjarnir fengu sín réttindi sem meistarar eða
sveinar út á starfsreynslu eftir sérstöku kerfi sem einnig veitti þeim sem
stystan tíma höfðu unnið rétt til þess að taka próf. Reyndar nutu margir
fyrstu bifvélavirkjanna menntunar erlendis þótt þeir tækju ekki allir formleg
próf sem hægt væri að meta inn í þetta kerfi. Þessir menn kenndu síðan öðr-
um á verkstæðunum. Þannig var hér ekki um að ræða fúsk, þótt auðvitað
þreifuðu menn sig einnig áfram í ríkum mæli.
Afram veginn tekur upp þráðinn er fyrri bók Ásgeirs sleppir. Sagt er frá
félagslegu samhengi bifreiðaviðgerða, iðnfræðslu og verndun iðnréttinda,
kjarabaráttu, samtökum bifreiðaviðgerðamanna og lokum sameiningu þeirra
°g bílamálara í nýju félagi, Bíliðnafélaginu, árið 1991 en í nýja félagið gengu
svo bifreiðasmiðir árið eftir. 1 formála gerir höfundur grein fyrir því sem
vantar í bækur hans tvær, m.a. þróun bifreiðaviðgerða á landinu öllu en Iðn-
saga Austurlands og síðar vonandi iðnsögur annarra landshluta bæta þar úr. í
bókarauka eru reglugerðir ýmissa sjóða á vegum félagssamtaka bifvéla-
v>rkja, skrár um stjórnir og nefndir, auk upplýsinga um lengd vega o.fl. efni
hagræns eðlis.
I Áfram veginn er rakin framvinda bifreiðaviðgerða til dagsins í dag auk
þess sem fjallað er talsvert um stöðu og möguleika iðngreinarinnar. Fjallað er
'tarlega um upphaf fyrirbyggjandi viðhalds og fjölbreytileika starfa bifvéla-