Saga - 1993, Síða 290
288
RITFREGNIR
virkja sem liggja ekki bara skítugir undir bílum við erfiðar aðstæður á ógeðs-
legum verkstæðum, heldur standa sumir bifvélavirkjar í bleiserjökkum í
rúmgóðum móttökum á nútímalegum verkstæðum þar sem lítil hætta væri á
að hvít föt óhreinkuðust. Þannig kemur vel fram mótsögnin við það „redd-
inga"sjónarmið sem Iengi ríkti og ríkir sums staðar enn þá. Bent er á hversu
endurmenntun sé brýn þegar bílar eru farnir að koma með tölvum sem hægt
er að tengja við móðurtölvu verkstæðisins sem flettir framleiðslunúmeri bíls-
ins upp og finnur hvað gæti verið að. Tæki til hvers konar bilanagreininga og
handbækur eru enn algengari. En ekki er þó síður skemmtilegt að lesa um þá
tíma þegar bifreiðaviðgerðamenn notuðu sjón, heyrn, lykt og jafnvel bragð-
skyn til bilanagreininga, t.d. til að bragða frostlög (bls. 96-8).
Fjallað er um kjaraátök og verkföll eins og í fyrri bókinni, t.d. verkfallið
1949 sem stóð í tíu vikur. A verkfallstímanum gerðu bifvélavirkjar við bíla
úti á götum og höfðu sumir ekki minni tekjur af því en þeir hefðu haft inni á
verkstæðunum. I raun snerist málið ekki um það hvort verkstæðiseigendur
vildu semja um hærri laun, heldur hvort þeir fengju að hækka gjaldskrár
sínar í samræmi við umtalsverðar kauphækkanir. Sagt er frá fleiri erfiðum
verkföllum en í þessu tilviki voru það bifvélavirkjar sem gáfu tóninn vegna
annarra verkfalla.
Bækur Asgeirs, sem eru seldar saman í öskju, eru vel skrifaðar. I þeim er
mikið byggt á samtölum við bifvélavirkja, nálægt 50 manns í hvorri bók
(margir eru þeir sömu þannig að heildartala heimildarmanna er eitthvað
lægri), og önnur heimildanotkun sýnist góð. Mikið er birt af alls konar efni í
römmum og á spássíum og ætti það að gera bækurnar aðgengilegri og
skemmtilegri lestur en ella fyrir þá sem taka þær og fletta. Þar má nefna ljóð
eftir Davíð Stefánsson, umræður á alþingi um bílamál, grein eftir Einar Hjör-
leifsson og auglýsingar af ýmsu tæi, auk æviágripa fjölda manna. Mikið af
myndum er í bókunum, t.d. myndir af verkfærum sem notuð voru á fyrri
hluta aldarinnar. Vond prentvilla er á bls. 243 í Brotnum drifum þar sem lína
eða línur hafa fallið niður eða horfið eitthvert þangað sem ég fann þær ekki
(efnisgrein byrjar í miðju orði) en að öðru leyti sýnist mér frágangur vera
ágætur. Myndband hefur verið gert um efni bókanna og er það skemmtileg
og nokkuð vel heppnuð nýlunda með riti af þessu tæi.
Hugvit parf fjallar um ýmiss konar smíðar, einkum smíðar á ferðabúnaði,
svo sem söðlum í eina kafla bókarinnar eftir Ogmund Helgason og vögnum
sem Haukur Már Haraldsson fjallar um en kaflarnir um söðla og vagna eru
einn fjórði hluti bókarinnar. Næstu kaflar eru um bílasmíði, bílamálun, bólstr-
un í bílum o.fl. auk stutts kafla um iðnfræðslu. Þessir kaflar eru samtals um
helmingur textans. Þá eru 40 síður um glerslípun og speglagerð. Um það má
auðvitað deila að skipa því efni í þetta bindi en hitt er meira um vert að allt
er efnið mikilvægt í okkar menningu. Loks er 60 síðna kafli um Félag bif-
reiðasmiða. E.t.v. hefði verið eðlilegra að hafa hann á undan kaflanum um
glerið. Tilvitnana-, heimilda-, mynda- og nafnaskrár eru aftast í ritinu, sam-
tals um 40 síður.
Kaflinn um söðlasmíði geymir nákvæmar og vandvirknislega ritaðar lýs-
ingar sem mig skortir þekkingu til að meta hvort eru réttar. Fjallað er um