Saga - 1993, Page 292
290
RITFREGNIR
kostur er. Það er galli að ekki eru atriðisorðaskrár í bókunum en á móti kem-
ur að efnisyfirlit eru ítarleg. Efnislegar tvítekningar eru milli bóka, t.d. er
fjallað um bílasamsetningu eftir skipsstrand á Mýrdalssandi í Áfram veginn
og Hngvit parf. Þetta atriði er varla nægilega mikilvægt til að fjalla um á tveim-
ur stöðum. Slík mistök í ritstýringu heyra þó, að því er mér sýnist, til algerra
undantekninga en athuga þyrfti önnur bindi í safninu til þess að ganga úr
skugga um það til fulls. Allar hefjast bækurnar á aðfaraorðum mennta-
málaráðherra, Svavars Gestssonar að fyrstu bókinni af þessum þremur og
Olafs G. Einarssonar að hinum tveimur, og ritstjóra, Jóns Böðvarssonar.
Deila má um slík formlegheit; einkum er vandséður tilgangur þess að hafa
ávarp frá ráðherra í hverri bók. Ahugavert væri að ræða meira um framtíðar-
horfur, t.d. hvort hugvit í bílasmíði verður að útflutningsvöru nú þegar talað
er um að Islendingar geti breytt bílum sem nothæfir yrðu á Suðurskautsland-
inu, í stað þess handverks sem getur ekki keppt við handverk annarra landa
í Evrópusamstarfi. Á hinn bóginn er fjallað um tölvutækni og margt annað
nýtt efni í bókunum og engir þessir agnúar eru í rauninni nefndir til að áfell-
ast ritin að neinu leyti.
Ingólfnr Ásgeir fðhannesson
Bragi Sigurjónsson: ÞEIR LÉTU EKKI DEIGAN SÍGA.
Sagt frá nokkrum forustumönnum í síldarútvegi 1880-
1968. Bókaútgáfan Skjaldborg hf. Reykjavík 1992. 157 bls.
Fyrir nokkrum árum var Hreinn Ragnarsson á þönum á snærum Síldarút-
vegsnefndar þeirra erinda að safna efnivið í síldarsögu íslands. Mér býður í
grun að frá þessum athöfnum hans stafi sú syrpa af þáttum um athafnaglaða
eyfirska síldarspekúlanta og útgerðarbraskara, sem hér hefur flotið úr penna
höfundar sem í senn hefur þekkingu og hlýjar taugar til viðfangsefnis síns.
Ég er ekki nógu kunnugur athafnalífi á Akureyri eða við Eyjafjörð á þess-
ari öld til þess að vita, hvort hér séu saman komnir þeir sem hæst bar í hópi
síldarútvegsmanna þá. En frá upphafsárum sakna ég Christens Havsteens
faktors og kaupstjóra. Hann hóf að vísu síldarútveg á Siglufirði 1883 eða þar
um bil, þegar hann tók þar við stjórn Gránuverslunar að Snorra Pálssym
látnum. En hann flutti útveg sinn til Oddeyrar þegar hann tók þar við
Gránuverslun af frænda sínum, Jakobi V. Havsteen. Ég veit ekki betur en
hann hafi haldið honum áfram eftir að hann varð kaupstjóri, 1893. Auk þess
að reka eigin útgerð hefur hann eflaust látið Gránuverslun halda áfram að
kaupa síld til verkunar og útflutnings. En Gránufélagið, Tryggvi Gunnarsson
kaupstjóri þess á undan Christen og Ferdinand Holme gróseri í Kaupmanna-
höfn voru hiuthafar í Oddeyrarfélaginu (féiagi Einars Baldvins. Holme mun
hafa verið tíundi hluthafinn, sá sem Norðlingur getur ekki um, - sjá bls. 14) og