Saga - 1993, Page 294
292
RITFREGNIR
Alþýðuflokksins. Bókarhöfundur var þó á sínum tíma bæjarfulltrúi, alþing-
ismaður, ráðherra og Guð má vita hvað annað á vegum þess flokks. Olafur
fluttist frá Danmörku til Akureyrar 1914 í skjól mágs síns og systur. Finnst
mér vart einleikiö hversu allir, samherjar jafnt sem andstæöingar, taka hönd-
um saman um að þegja sem fastast um Ólaf.
Þá finnst mér það vel frásagnarvert um Snorra Jónsson, þegar Tryggvi
Gunnarsson beitti sér fyrir að tryggingarfélag skipsins, sem flutti Snorra
heim, greiddi honum viðurkenningarlaun fyrir að bjarga skipinu frá að
sökkva. Tryggvi var eins og Snorri lærður timburmaður eins og þá var sagt.
Oft hefur mér fundist til um, hversu samtaka Akureyringar hafa löngum
verið að skýra ekki frá hvað rak Friðrik Kristjánsson og fjölskyldu hans vest-
ur um haf. Voru þeir bræður, Friðrik og Magnús, annars ekki meira og
minna riðnir við síldarævintýrið á Akureyri? Mig minnir að Magnús hafi
verið lærður beykir, en þeir voru framan af ómissandi við síldarsöltun.
Loks hefði mér fundist það frásagnarvert um Ingvar Guðjónsson að hann
átti mörg börn, átta samkvæmt Islciiskiiw æviskrám VI, og voru barnsmæður
hans nákvæmlega jafnmargar. Eftir þessu að dæma hefur „kvennaljóminn
Ingvar Guðjónsson", eins og skáldið góða Z (þ.e. Sigurður ívarsson) orðaði
það í sinni snjöllu „Síldareinkasölukantötu", sem á sínum tíma birtist í því
gagnmerka blaði Spegliniiin, verið aflasæll víðar en á síldarmiðunum og varið
tíma sínum til annars en þess eins að afla og selja, ferðast og fræðast. Er það
raunar gott og blessað.
Að lokum þetta: Hér eru á ferðinni athyglisverðir þættir um menn sem
gegndu veigamiklum hlutverkum í merkilegum þætti íslenskrar athafna-
sögu. En þeir eru ágrip eitt, þótt um margt séu góðir, og þeir vekja mér helst
þá hugsun að Hreinn Ragnarsson ætti að fara að vinda bráðan bug að því að
ljúka síldarsögu sinni.
Bergsteinn Jónsson