Saga - 1993, Qupperneq 296
294
FRÁ SÖGUFÉLAGI
því leyti mjög þörf að 19. öldin hefur til þessa orðið útundan í stærri yfirlits-
verkum um Islandssögu.
Ritið Endurreisn Alþingis og Þjóðfundurinn skiptist í sex meginkafla og nefn-
ast þeir: í árdaga 19. aldar, áhrif Júlíbyltingarinnar í ríki Danakonungs, End-
urreisn Alþingis, Febrúarbyltingin og hræringar í Danmörku, Dregur að
Þjóðfundi, Þjóðfundurinn og afleiðingar hans. Gefa kaflaheiti þessi til kynna
framvindu meginefnis bókarinnar. Hver þessara kafla skiptist í fjölmarga
undirkafla. í aðaltexta eru um 50 myndir af skjölum og ýmsum gögnum frá
þessum tíma. Þar getur að líta rithendur þeirra manna, sem mest koma við
sögu, undirritanir lærðra og leikra, bænda og borgara undir bænarskrár til
konunga, uppdrætti af sætaskipan á fyrsta fundi Alþingis og á Þjóðfundi og
jafnvel lista yfir það, hvar þjóðfundarmenn urðu sér úti um „kost og logi" í
hótellausa bænum Reykjavík árið 1851. Þá eru í ritinu 16 sérprentaðar síöur
með litmyndum. Þar á meðal eru teikningar Sigurðar málara af nokkrum ís-
lenskum mönnum, sem við sögu koma í bókinni, myndir frá Þingvöllum og
Reykjavík um miðja 19. öld og myndir af málverkum, sem geymd eru í fyrsta
þingsal Alþingis.
í bók dr. Aðalgeirs Kristjánssonar fáum við svör við því, hvernig tildrög
voru að þeim viðburði, sem minnst er í dag, en þennan dag fyrir 150 árum
gaf Kristjrín VIII, konungur Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi af Slésvík
og Holstein, Stórmæri, Þéttmerski, Láenborg og Oldenborg, út tilskipun um
það, á móti tillögum þess danska kansellís, að Iáta sína kæru og trúu und-
irsáta á því landi íslandi njóta góðs af ráðgefandi samkomu sem stiftuð yrði
með Alþingis nafni. Fyrst var gert ráð fyrir því, að þessi ráðgefandi sam-
koma fyrir danska einvaldskonunginn skyldi koma saman árið 1844, en af
því varð ekki, því að fyrstu kosningar til Alþingis drógust á langinn og urðu
ekki haldnar fyrr en seint á árinu 1844. Það varö því ekki fyrr en 1. júlí 1845,
sem Alþingi kom saman til fyrsta fundar síns í nýbyggðu húsi Lærða skólans
í brekkunni austan við Lækinn. Frá þeim degi gátu 20 kosnir fulltrúar íslensku
þjóðarinnar sem og þeir sex, er konungur nefndi til þingsetu, lagt á ráðin um
málefni lands og lýðs. Þeir áttu að vísu aðeins að sitja á rökstólum einn mán-
uð í senn og það annað hvert ár.
Dr. Aðalgeir Kristjánsson hefur kvatt marga fræðimenn til þess að lesa yf'r
rit sitt í handriti eða á siðari stigum þess og gera við það athugasemdir. Þeirra
fyrstur var Gunnar F. Guðmundsson og hann fór einnig yfir allar tilvitnanir i
erlend rit. Síðan komu til Jóhannes Halldórsson, Ólafur Briem, Gísli Agúst
Gunnlaugsson, Helgi Skúli Kjartansson, Lúðvík Kristjánsson, Kjartan Ólafsson
og Helgi Sæmundsson. Sigrún Árnadóttir las ritið yfir í próförk og Runólfm-
Þórarinsson gerði við það mjög vandaða og ítarlega nafnaskrá.
Við prentferil ritsins hefur mest unnið Valgeir Emilsson í Repró og hefur
hann brotið ritið um og ráðið mestu um útlit þess. Ritið var sett hjá Guðjóni O.,
prentað hjá prentsmiðjunni Rún og bókband var unnið af bókbandsstofunm
Flatey. Kápuna gerði Emil Valgeirsson.
Öllu þessu fólki færi ég þakkir Sögufélags svo og forseta Alþingis og starfs-
mönnum þingsins, Friðriki Ólafssyni, Helga Bernódussyni og Karli Kristjans
syni, sem við Sögufélagsmenn höfum átt mjög ánægjuleg skipti við.