Saga - 1993, Síða 299
HÖFUNDAR EFNIS
297
Einar Gunnar Pétursson, í. 1941. Stúdent frá MA 1961. Cand. mag. próf í íslensk-
um fræðum frá HÍ1970. Framhaldsnám í þjóðfræði við Oslóarháskóla 1971-72.
Styrkþegi við Stofnun Arna Magnússonar 1972-84. Deildarstjóri þjóðdeildar
Landsbókasafns Islands 1984-88. Starfsmaður Stofnunar Arna Magnússonar
frá 1988. Rit: íslensk bókfræði. 3. útg. (1990). Útgefandi: Miðaldaævintýri, þýdd
úr ensku (1976). Greinar og ritgerðir í safnritum og tímaritum.
Friðrik G. Olgeirsson, f. 1950. Stúdent frá MA 1971. BA-próf frá HÍ 1977
(enska, saga og uppeldisfræði). Próf í uppeldis- og kennslufræði 1981. Cand.
mag. próf í sagnfræði frá HI 1989. Kennari við Langholtsskóla í Reykjavík frá
1975 og stundakennari við MS frá 1988. Rit: Hundrað ár í Horninu 1-3. Saga
Olafsfjarðar 1883-1983. Greinar og ritgerðir í blöðum og tímaritum.
Gísli Sigurðsson, f. 1959. Formaður Félags íslenskra fræða frá 1989. í stjórn Launa-
sjóðs íslenskra rithöfunda frá 1991 og Rithöfundasjóðs íslands frá 1992. Sjá að
öðru leyti Sögu 1990, bls. 281.
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, f. 1938. Stúdent frá MR 1958. BA-próf í mann-
kynssögu og landafræði frá HI 1961. Próf í uppeldis- og sálarfræði frá HÍ
sama ár. Cand. mag. próf í sögu Islands frá HI 1965. Framhaldsnám í sagn-
fræði og skjalfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1978-79. Kennari við gagn-
fræðastigið í Reykjavík 1961-78. Starfar nú sem kennari við Iðnskólann í
Reykjavík. Hefur jafnframt unnið að skráningu örnefna og sögu jarða í lög-
sagnarumdæmi Reykjavíkur, Mosfellsbæjar og Kópavogs. Má sjá hluta af því
verki í Rei/kjai’ík miðstöð pjóðlífs (Safn til sögu Reykjavíkur, 1977) og Landnámi
Ingólfs 1983. Ornefnalýsingar, örnefnakort, ásamt fjölmörgum sérkortum, í
fjögurra binda fræðiriti, Reykjavík, sögustað við Sund, sem bókaútgáfan Orn og
Orlygur gaf út 1988-89. Lýsing örnefna í landi Kópavogs ásamt örnefnakort-
um í Sögu Kópavogs, sem Lionsklúbbur Kópavogs gaf út 1990. Hefur ritað
sögu latínuskólans í Skálholti 1553-1784 (handrit).
Guðmundur ]. Guðmundsson, f. 1954. Rit: Manngerðir hellar á íslandi (meðhöf-
undur, 1991). í ritstjórn Nýrrar sögu frá 1993. Sjá að öðru leyti Sögu 1989, bls.
264.
Guðmundur Hálfdanarson, f. 1956. Sjá að öðru leyti Sögu 1991, bls. 297.
Guðmtindur fónsson, f. 1955. Stúdent frá MT 1975. BA-próf í sagnfræði og
þjóðfélagsfræði frá HÍ 1979 og cand. mag. próf í sagnfræði frá sama skóla
1983. Próf í uppeldis- og kennslufræði frá HI 1985. Framhaldsnám í hagsögu
við London School of Economics 1987-91. Doktorspróf (PhD) 1991. Kennari í
sögu og félagsgreinum við MR 1978-81 og MS 1978-87. Starfar á vegum
Hagstofu íslands við undirbúning að útgáfu á sögulegri tölfræðihandbók.
Rit: Vinnuhjú á 19. öld (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 5, 1981), The State and lce-
landic Economy (doktorsrit, 1991).