Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 72

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 72
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201072 „nú veit maðUr ef ti l vill út á Hvað Starfið gengUr“ þeim faglegu þáttum sem kennarastarfið felur í sér. Margir fræðimenn halda því fram að í flóknum og margþættum störfum sem kennslu þurfi að leggja verulega rækt við innleiðingu (e. induction) í starfið, ekki síst þar sem litið er á kennara á fyrsta starfsári sem fullgilda starfsmenn sem þurfa að taka á sig sömu ábyrgð og kröfur og reyndari kennarar (Bartell, 2005; Draper og Forrester, 2004; Feiman–Nemser, 2003). Faglegt starfsumhverfi hefur mikla þýðingu fyrir starf kennara. Þeir þurfa að vera tilbúnir til að takast á við síbreytilegt samfélag og krafa er gerð til þeirra um að sinna nemendum á mun víðtækari hátt en áður var og ætlast er til þess að kennarar finni leiðir til að laga námið að mismunandi þörfum nemenda. Tæknivæðing og aukin krafa um foreldrasamstarf hefur einnig breytt starfsumhverfi kennara og gert það fjölþættara og flóknara en áður (Darling-Hammond,1990; Trausti Þorsteinsson, 2003). Í rannsókn sem gerð var á íslenskum grunnskólakennurum á fyrsta starfsári skóla- árið 2003–2004 (María Steingrímsdóttir, 2005, 2007) komu fram sterkar vísbendingar um að við upphaf fyrsta starfsárs horfi nýir kennarar björtum augum á starfið sem þeir eiga í vændum og margir þeirra hafa metnaðarfullar hugmyndir um það hvernig þeir vilja sinna því og á hvað þeir vilja leggja áherslu. Þar kom þó fram að þegar á vettvang var komið var margt að læra og mörgu að sinna og ýmislegt sem tilheyrði kennara- starfinu virtist koma á óvart. Þátttakendur töldu starfið gera meiri kröfur til sín en þeir áttu von á og upplifðu að þeir fengju ekki þann stuðning sem þeir þurftu til þess að finna það öryggi í starfsumhverfinu að þeir gætu sinnt kennarastarfinu eins og þeir helst vildu og þar með nýttist þekking úr náminu ekki sem skyldi. Nýju kennararnir töldu að kennaramenntunin væri aðeins fyrsta skref þeirra að meiri fagmennsku því að enn væri margt ólært. Niðurstöður þessarar íslensku rannsóknar voru mjög sam- hljóða erlendum rannsóknum sem gerðar hafa verið á störfum nýrra kennara (Halford, 1999; Ingersoll og Smith, 2003; Jonson, 2002). Þær upplýsingar sem fengust úr þessari rannsókn vöktu áhuga á að fylgjast með þessum sömu kennurum áfram, heyra aftur skoðanir þeirra eftir nokkur ár í starfi og fá á þann hátt vísbendingar um framfarir og þroska eftir fyrsta starfsárið. Sömu kennarar og tóku þátt í rannsókninni skólaárið 2003–2004 tóku þátt í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar. Viðtöl voru tekin við þá þegar þeir höfðu starfað sem grunnskólakennarar í fimm ár frá brautskráningu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig kennararnir upplifa kennarastarfið eftir fimm ár á vettvangi. Leitað var eftir áliti þeirra sjálfra á því hvort þeir telja sig hafa þroskast sem kennara og í hverju sá þroski felst. Þátttakendur í rannsókninni kenna enn við sömu skóla og þeir gerðu fyrir fimm árum, utan einn sem hefur flutt sig milli skóla innan sama bæjar- félags. Í þessari grein er leitast við að varpa ljósi á reynslu þessara grunnskólakennara af kennarastarfinu, fjallað er um þær breytingar sem verða á fyrstu starfsárunum og reynt að skyggnast inn í þroskaferil kennaranna þessi mikilvægu mótunarár. fræðilEg umfjöllun Fullan (2001) segir að starfsþroski kennara sé samanlögð reynsla þeirri úr námi og starfi alla starfsævina. Samkvæmt því felst starfsþroski í þeirri þekkingu sem kennarar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.