Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 76

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 76
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201076 „nú veit maðUr ef ti l vill út á Hvað Starfið gengUr“ þeirra stendur til þess að virkja kennara, svo sem í sjálfsmati og við gerð símenntunar- áætlana, til að ná betur markmiðum skólastarfsins. Þær sýna einnig fram á að starfs- mannamál eru umtalsverður þáttur í starfi stjórnenda að þeirra eigin mati. Þar nefna þeir ýmiss konar ráðgjöf, mat og stuðning við starfsfólk skólanna (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir, 2008; Ragnar F. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 2009). Rannsóknir á starfi kennara hafa gefið sterkar vísbendingar um að munur sé á störfum nýrra kennara og þeirra sem reynslu hafa. Sternberg og Horvath (1995) telja einkum þrjá þætti, þekkingu, skilvirkni og innsæi, skilja nýliða frá þeim sem hafa náð góðum tökum á kennarastarfinu. Þeir segja að sú þekking og innsæi sem kennarar hafa öðlast með reynslu sinni geri þeim auðveldara fyrir en nýliðum að velja viðeigandi námsefni og kennsluaðferðir. Þessi þekking geri þá líka hæfari til að leysa vandamál sem upp koma í starfinu með betri árangri en nýliðar. Þeir telja einnig að skilvirkni reyndra kennara sé mun meiri en nýliða, þ.e. þeir komi meiru í verk á styttri tíma. Þeir segja jafnframt að reyndir kennarar sem ná sérfræðitökum á starfinu sækist eftir að reyna eitthvað nýtt í starfinu, séu fljótir að bregðast við atvikum og bindi sig ekki endilega við hefðbundnar lausnir heldur láti jafnvel reyna á aðstæður sem ekki hafa komið upp áður. Nýliðar séu aftur á móti síður líklegir til að bregða út af þeim áætlun- um eða venjum sem þeir þekkja og þeir þurfi mun lengri tíma til að bregðast við atburðum eða uppákomum. Sternberg og Horvarth (1995) segja nýliða skorta starfs- tengt innsæi til að ráða fram úr vanda eða nýbreytni á sama hátt og reyndir kennarar. Í krafti reynslu sinnar hafi þeir reyndu yfirsýn og eigi auðveldara með að lesa úr vísbendingum, t.d. hegðunarmynstri nemenda, og geti byggt viðbrögð sín í skólastof- unni á fyrri reynslu. Hér má segja að lýst sé þeirri þöglu þekkingu sem Schön (1996) og Sánchez, Rosales, og Cañedo (1999) tala um að reyndir kennarar búi yfir. Westermann (1991) er sama sinnis og telur að munurinn á framkvæmd og undir- búningi kennslu felist í því að þeir sem reyndari eru hafi almennari og víðtækari sýn á allt starf í kennslustofunni en nýliðinn. Hann nefnir sem dæmi að markmið nýliðanna séu þrengri en þeirra sem reynsluna hafa. Þó svo að sameiginlegur skilningur sé á því hvernig nám fer fram og þeir skipuleggi kennsluna út frá þeim sameiginlega skiln- ingi geti sá reyndari lagað námsefnið að aðstæðum og þörfum nemenda en það eigi nýliðar oft erfitt með að gera. Þegar athugað er á hverju ákvarðanir nýliða byggjast í kennslustofunni eru vísbendingar um að þær séu teknar út frá takmörkuðum þáttum kennslufræðinnar; þeir sjái síður dulda þætti sem hægt er að byggja starfið á heldur vinni út frá sýnilegum þáttum og hafi því færri úræði til að styðja sig við en þeir sem reynsluna hafa. Westermann telur að rannsóknir á muninum á nýliðum og reyndum kennurum styðji kenningar um að kennarar höndli ýmis vandamál sem upp koma í kennslunni misvel eftir því á hvaða stigi starfsþroskans þeir eru. Rúnar Sigþórsson o.fl. (1999) benda á að líklegra sé að þeir sem ná góðum tökum á kennslu hafi fleiri kennsluaðferðir á valdi sínu og á þann hátt geti þeir valið og metið kennsluaðferð sem henti best hverjum nemanda honum til framdráttar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.