Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 79

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 79
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 79 m a r Í a S t e i n g r Í m S d Ót t i r um mikilvægi þess að nemendum liði vel í skólanum en einnig bar samskipti nem- enda innbyrðis og félagslega stöðu þeirra oft á góma í tengslum við líðan þeirra. Viðmælendur úr stærri skólunum töldu mikinn tíma fara í að ná góðum árangri hvað félagslega þáttinn varðar og töldu góð tengsl við foreldra og forráðamenn mikilvæg í þeirri vinnu. Þeir veltu einnig mikið fyrir sér ábyrgð sinni sem kennara og hvernig þeir gætu gert sem mest fyrir nemendur sína til að tryggja að þeir næðu árangri í námi. Halla sagði: „Mér finnst eiginlega bara kennslan sjálf vera orðin afskaplega lítill hluti af þessu starfi. Þú veist, bara smáhluti og bara einfaldasti og auðveldasti hlutinn. Mér finnst … eins og við erum að tala um, sko, foreldrasamstarfið og að vinna að alla veganna málum sem að börn eru að glíma við í dag. Ég meina bæði fatlanir og svona vandamál, kvíði, þunglyndi og bara þú veist, allt þetta, já bara félagslegt, tilfinninga- legt og bara styðja persónuna og einstaklingana.“ Viðmælendum varð tíðrætt um mikilvægi góðra tengsla við foreldra og forráða- menn nemenda. Þó kemur fram að foreldrar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Einn kennarinn hafði gengið í gegnum mjög erfið foreldrasamskipti á öðru ári sínu í kennslunni. Hann sagði að þau samskipti hefðu reynt mikið á sig en um leið verið lærdómsrík. Í þessu tiltekna máli saknaði hann leiðsagnar og stuðnings frá stjórn- endum. Fleiri minnast á stök atvik sem erfiða reynslu í samskiptum sínum við for- eldra en allir kennararnir telja samskiptin við þá vera gefandi og afar nauðsynleg fyrir framvindu í námi nemenda, en ekki síður hvað varðar líðan þeirra. Með meiri reynslu og sjálfstrausti sögðust þeir nú kunna fleiri og fjölbreyttari leiðir til samskipta við for- eldra og einn kennarinn sagði að samskipti foreldra gæfu sér orðið miklu meira en á fyrstu tveimur árunum. Þar kæmi til, að hans áliti, að hann ætti auðveldara með að færa rök fyrir því sem hann væri að fást við með nemendum sínum og oft fengi hann sérlega góða og gagnlega endurgjöf frá foreldrum. Samstarf, vinátta og stuðningur samkennara í árgangi eða á aldursstigi skiptu alla viðmælendur miklu máli. Eftir þessi fimm ár litu þeir á þá sem samherja og félaga sem þeir geta sótt stuðning og fræðslu til. Fram kom að á fyrsta starfsárinu hefðu þeir fundið fyrir svolítilli minnimáttarkennd gagnvart reyndum samkennurum. Bára sagði: „... ég er orðin öruggari með mig og ekki svona hrædd eins og ég var fyrsta árið ... [mér] fannst ég aldrei gera nógu vel og hélt alltaf að allir væru að gera allt miklu betur en ég, en svo kemst maður að því að maður er ekkert verri en hinir.“ Samkennarinn var alltaf nefndur fyrst þegar spurt var hvaðan endurgjöf, hvatning eða hrós varðandi starfið kæmi. „Samkennari minn er duglegur að hvetja mig áfram og slíkt kveikir í manni og veitir manni aukið sjálfstraust og öryggi,“ sagði Inga. Þar komu foreldrar líka við sögu eins og Freyja sagði: „… foreldrar hafa líka sent mér línu eða hringt og tjáð ánægju sína með starf mitt, það er mikill styrkur finnst mér.“ Sama var uppi á teningnum hvort heldur um vandamál eða nýbreytni var að ræða. Allir kváðust fyrst leita til samkennara, miklu síður til stjórnenda. Samkennarar virtust alltaf vera tilbúnir að hlusta og ræða málin. Mikilvægi þeirra kemur vel fram í orðum Báru: „Þegar ég á í vanda leita ég yfirleitt alltaf til samkennarans míns og hann leitar oft til mín. Við spjöllum oft saman eftir kennslu og það finnst mér mjög mikilvægt og mikill gæðatími. Við gefum hvort öðru ráð og hlustum á það sem hinn hefur fram að færa.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.