Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 95

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 95
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 95 H Ja lt i J Ó n Sv e i n S So n o g Bö r KU r H a n S en Trú nemenda á eigin færni Hugtakið ,,self-efficacy“, trú á eigin færni, kom fyrst fram í skrifum Bandura en hann er sá fræðimaður sem mest hefur fjallað um það (sjá t.d. Bandura, 1997). Síðan hafa margir ritað um efnið og rannsakað það við mismunandi aðstæður og frá ýmsum sjónarhornum (Betz, 2000). Á síðustu áratugum hafa hugmyndir hér að lútandi hlotið mikla athygli í rannsóknum á vettvangi menntunar, einkum og sér í lagi í tengslum við hvata til náms (e. motivation). Trú á eigin færni er skilgreind sem mat einstaklings á eigin hæfileikum til að skipu- leggja meðal annars nám sitt og laða fram athafnir sem leiða til árangurs. Í því felst hvaða viðfangsefni einstaklingur kýs að takast á við og hversu mikið hann leggur á sig í því skyni. Bandura bendir á að rannsóknir sýni til dæmis að tengsl séu á milli trúar nemenda á eigin færni og frammistöðu í stærðfræði. Meðal hópa þeirra sem raðað var í samkvæmt getu hafi komið í ljós að þeir nemendur sem höfðu trú á eigin færni stóðu sig betur en hinir sem efuðust um hana. Jafnvel svo að þeir sem töldust vera góðir í stærðfræði og höfðu mikla hæfileika, en aftur á móti litla trú á eigin færni, stóðu sig verr en ætla mátti (Bandura, 1997). Bandura fullyrðir að fólk sem efast um hæfileika sína á ákveðnum sviðum reyni að forðast krefjandi viðfangsefni vegna ótta við að mistakast. Því finnist erfitt að takast á við verkefnin, leggi sig síður fram og gefist upp við jafnvel minnstu hindranir. Og vegna þess hvað þessir einstaklingar hafi litla trú á eigin færni taki þeir mistök eða lítinn árangur nær sér en hinir og eigi á hættu að verða fórnarlömb þunglyndis og streitu (Bandura, 1977). Að mati Bandura gætu unglingar auk þess leiðst út í óæski- lega hegðun við slíkar aðstæður (Bandura, 1997). Fræðimenn telja að um sé að ræða samspil margra þátta þegar nemendur þroska með sér trú á eigin færni. Í því sambandi nefna þeir tilfinningu nemenda fyrir hæfi- leikum sínum, fyrri árangur, þyngd verkefna og hversu miklum tíma hefur verið varið í þau. Fleiri þættir skipta hér máli, svo sem tíminn sem farið hefur í lausn verkefna, hversu mikilli hjálp viðkomandi hefur þurft á að halda, samanburður við félaga, hvatning sem nemandinn hefur fengið til dæmis frá kennurum og líðan og tilfinning- ar meðan á vinnunni hefur staðið. Væntingar um útkomu gegna mikilvægu hlutverki vegna þess að nemendur laðast frekar að verkefnum sem þeir halda að þeir geti náð tökum á en hinum sem þeir telja sig síður ráða við (Schunk og Miller, 2002). Unglingum er mikilvægt að fá staðfestingu á eigin færni frá öðrum til þess að öðlast og þroska með sér þessa sjálfsmynd. Máli skiptir hversu mikla hvatningu nemendur fá frá til dæmis foreldrum, skóla og öðrum þeim sem þeir hafa samskipti við en saman- burður við félagana er unglingum tamur (Harter, 1999; Schunk og Miller, 2002). Hvati til náms Schunk og Miller (2002) benda á að hvati til náms og trú á eigin færni þroskist með nemendum þegar þeir fái á tilfinninguna að þeim gangi vel í námi og nái árangri. Telja þeir að engu að síður þurfi takmarkaður árangur eða hægar framfarir á einhverju sviði ekki endilega að minnka trú á eigin færni hafi nemendur trú á að þeir geti gert betur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.