Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 106

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 106
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010106 trú á eigin færni og Hvati t i l námS sökum voru þessi hugtök og umfjöllun um þau gerð að þungamiðju hins fræðilega grunns rannsóknarinnar. Voru niðurstöður ýmissa rannsókna á þessu sviði meðal annars hafðar að leiðarljósi þegar spurningaramminn var saminn og leitað að megin- þemum og við úrvinnslu gagna. Það hefur verið eitt af meginmarkmiðum starfs þess sem unnið hefur verið á AN1 í VMA að auka trú nemenda á eigin færni og reyna með ýmsum ráðum að vekja áhuga þeirra á að takast á við viðfangsefni þau sem bíða þeirra er þeir koma í framhalds- skóla. Bandura (1997) segir að þeir sem efist um hæfileika sína á ákveðnum sviðum reyni að komast hjá krefjandi verkefnum vegna ótta við að mistakast. Þeir leggi sig síður fram og gefist upp við minnstu hindranir. Og vegna slæmrar reynslu sinnar og þess hvað þeir hafi litla trú á eigi færni taki þeir endurtekin mistök eða ófullnægjandi árangur nær sér en hinir sem hafa meiri trú á sjálfum sér (Bandura, 1977). Samkvæmt niðurstöðunum höfðu átta úr þessum tíu manna hópi litla og jafnvel enga trú á eigin færni er þeir hófu nám við VMA. Hið sama á við um hvata til náms. Fram kom jafnframt að níu af þátttakendunum tíu höfðu átt við námsörðugleika af ýmsu tagi að stríða síðan í grunnskóla og í sumum tilvikum mjög alvarlega. Af viðtölunum má ráða að þættir á borð við lesblindu, ofvirkni og athyglisbrest hömluðu þessum einstaklingum í námi. Þar við bætist að margir þeirra glímdu við kvíða af ýmsum ástæðum meðan á skólagöngu þeirra stóð og þrír höfðu orðið fyrir einelti. En þó svo að þátttakendur hafi haft mjög takmarkaða trú á eigin færni við upphaf verunnar í VMA eru fjögur dæmi af tíu um að þeir hafi lokið námi eða muni gera það. Það bendir til þess að þrátt fyrir allt hafi þeir öðlast trú á eigin færni á námstímanum og þá þrautseigju sem þarf til þess að ljúka námi. Líðan í framhaldsskóla ýmsir fræðimenn telja það geta haft neikvæð áhrif á trú nemenda á eigin færni, einkum þeirra sem ekki hefur gengið nægilega vel, að flytjast úr vernduðu umhverfi grunn- skólans yfir í hinn fjölmenna og oft flókna framhaldsskóla. Talið er að námslega öflugir nemendur séu jafnframt félagslega sterkari en þeir sem verr eru staddir. Þeir eigi til dæmis auðveldara með að mynda jákvæð vináttutengsl og velji sér félaga sem standa sambærilega að vígi (Bandura, 1997; La Guardia og Ryan, 2002; Schunk og Miller, 2002). Þá hefur verið bent á að ástæðan fyrir því að hvati til náms minnki í mörgum tilvikum á þessum tímamótum geti verið sú að tilfinning unglinga fyrir því að ráða sér sjálfir (e. autonomy) minnki vegna þess að skólaumhverfið sé orðið flóknara og ópersónulegra. Þar að auki verði frammistaða og færni (e. competence) gjarnan lakari vegna gjörbreyttra aðstæðna (La Guardia og Ryan, 2002). Í niðurstöðum kemur fram að fjórum þátttakendum leið ekki vel í VMA, einkum af þeim sökum að skólinn er stór og nemendur margir. Í þeim tilvikum koma niðurstöður heim og saman við það sem oft hefur verið haldið fram um neikvæð áhrif flutnings á milli skólastiga. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna engu að síður að flestum þátttakenda þótti spennandi að koma í VMA og fannst vel hafa verið tekið á móti sér. Flestir hæla kenn- urum sínum. Þá fannst öllum NSK-áfanginn gefandi og gagnlegur. Og síðast en ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.