Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 134

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 134
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010134 að alaSt Upp með fötlUn Fræðimenn á sviði fötlunarfræða hafa iðulega gagnrýnt ríkjandi skilning á fötlun fyrir það að hann sé of líffræðilegur og læknisfræðilegur þar sem litið er á fötlunina sem einstaklingsbundið afbrigðilegt frávik (Barnes, Oliver og Barton, 2002; Sonnander, 2005). Bent er á að þessi skilningur valdi því meðal annars að úrræði og þjónusta ætluð fötluðum börnum beinist að einstaklingnum og áherslan er á að breyta, þjálfa, kenna, lækna og endurhæfa viðkomandi fremur en að líta á félagslega þætti og umhverfið. Þó að hefðbundinn skilningur á fötlun beinist iðulega að því að greina þroskaraskanir af ýmsum toga er vaxandi áhersla á félagslega þætti í greiningu fatlaðra barna eins og lesa má í ritsafninu Þroskahömlun barna: Orsakir, eðli, íhlutun (Bryndís Halldórsdóttir, Jóna G. Ingólfsdóttir, Stefán J. Hreiðarsson og Tryggvi Sigurðsson, 2008) þar sem margir höfundar benda á að nýjustu skilgreiningar á fötlun leggi áherslu á samspil einstaklings og samfélags (sjá t.d. Tryggva Sigurðsson, 2008). Þróun kenninga og rannsókna á börnum og barnæsku hefur verið ör undanfarin ár og félagsvísindalegar rannsóknir á barnæskunni, sem oft eru kenndar við félagsfræði barnæskunnar, eru mikilvægt framlag til nýs skilnings á uppvexti barna (James, Jenks og Prout, 1998; James og Prout, 1997; Wyse, 2004). Fyrri rannsóknir á barnæskunni einkenndust einkum af áherslum sálfræðinnar og beindust að þroskaferli barna og félagsmótun þeirra með það að markmiði að skilja hvernig börn verða að fullorðnum einstaklingum. Fræðimenn á sviði barnæskurannsókna hafa gagnrýnt þessa nálgun fyrir að vera einhliða, klínísk og einstaklingsbundin (Mayall, 2002; Wyse, 2004). Innan barnæskurannsókna er áhersla á að skilja reynslu og tilfinningar barnanna sjálfra, litið er á barnæskuna sem félagslega mótað fyrirbæri og sjónum beint að því hvernig börnin sjálf eiga virkan þátt í að móta sig og skapa í samskiptum við umhverfið og annað fólk. Áhersla er á rétttindi barna og litið er á börn sem félagslegan hóp í samhengi við félagslegar aðstæður, menningu, gildi, stefnumótun og þjónustu (Mayall, 2002; Shakespeare og Watson, 1998). Félagsvísindalegar barnæskurannsóknir leggja þannig grunn að nýjum skilningi á lífi og reynslu fatlaðra barna ekki síður en ófatlaðra. Þessi fræði vara okkur við því að líta á fötluð börn og ungmenni sem viðföng velferðar- þjónustu og sálfræðilegra eða læknisfræðilegra inngripa, og beina athygli okkar að því að skoða þau og skilja sem virka aðila að því að semja um sinn daglega veruleika í samskiptum við jafningja, fullorðna og þjónustukerfið. Barnæskurannsóknir hvetja okkur til að taka tilfinningar barnanna sjálfra og skilning þeirra til greina í meiri mæli en fræðimenn og sérfræðingar hafa gert hingað til. Þetta fræðilega sjónarhorn hentar einkar vel fyrir rannsókn okkar sem beindist að því að afla þekkingar á sjónarhorni og reynslu fatlaðra barna og ungmenna. Hugtök og rannsóknir sem tengjast lífshlaupinu hafa í vaxandi mæli haft áhrif á nútímaskilning á ýmsum félagslegum þáttum. Þrátt fyrir það er tiltölulega nýtt (sjá t.d. Grant, Goward, Richardson og Ramcharan, 2005; Priestley, 2001, 2003) að tengja lífshlaup og fötlun í rannsóknum á lífi fatlaðs fólks. Hefðbundnar aðferðir við að skilja lífsferil fólks hafa iðulega byggst á hugtökum sem tengjast því að rannsaka hina „eðli- legu“ framvindu lífshlaupsins og rýna í það hvernig lífshlaupið er skipulagt og því stýrt af stofnunum samfélagsins. Þessar rannsóknir eru undir sálfræðilegum áhrifum sem birtast í flestum grunntextum á þessu sviði (sjá t.d. Berk, 2007). Ef þessari nálgun er beitt á líf fatlaðra barna blasir við ofurvald hins „eðlilega þroskaferils“ barna og ljóst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.