Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Qupperneq 146

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Qupperneq 146
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010146 að alaSt Upp með fötlUn á fötlun sem byggðist á klassískum fræðikenningum um eðlilegan þroskaferil barna og frásagnir ungmennanna endurspegla að þau þurftu að takast á við samfélag sem skilgreindi þau iðulega sem frávik og hafði tilhneigingu til að einblína á skerðingu þeirra. Í upphafi greinarinnar var varpað fram spurningum um það hvernig fötluð börn og ungmenni takast á við það að vera skilgreind á svo neikvæðan hátt, hvernig það er að alast upp í samfélagi sem lítur þau neikvæðum augum og hvort þeim takist að þróa jákvæðan sjálfsskilning við slíkar aðstæður. Einnig var spurt hvaða merkingu þau leggja sjálf í fötlunina og sitt daglega líf. Frásagnirnar þátttakenda gefa til kynna að þau hafna þessum neikvæða skilningi og birta þess í stað myndir af sjálfum sér sem stangast á við staðalmyndir af fötluðum börnum. Ungmennin lögðu áherslu á það sem þau áttu sameiginlegt með öðrum börnum, þau litu á sig sem venjuleg og vildu að aðrir gerðu það líka. Í þeirra huga var eðlilegt að vera fötluð, þau þekktu ekkert annað og skerðingin var sjálfsagður hluti af þeim. Þau lögðu líka áherslu á styrkleika sína, fannst líf sitt ekki sorglegt og vildu alls ekki að þeim væri vorkennt. Þau vildu fá frelsi til að prófa sig áfram og reka sig á eins og önnur börn. Ungmennin ólust upp við ástríkt fjölskyldulíf innan fjölskyldu þar sem flestir deildu þessum jákvæða skilningi á lífi þeirra og aðstæðum. Helsta umkvörtunarefnið var að þau hefðu verið ofvernduð af foreldrum sínum. Flest ungmennanna voru vel tengd félagslega og áttu vini úr hópi fatlaðra og ófatlaðra jafningja. Öll gengu þau í almennan grunnskóla og reynsla þeirra af skólagöngu var að mörgu leyti jákvæð. Eins og fram kemur í upphafi þessarar greinar hafa íslenskar rannsóknir um fötluð börn og ungmenni gjarnan beinst að skólastarfi. Fram til þessa hefur lítið verið um rannsóknir þar sem lögð er megináhersla á sjónarhorn barnanna sjálfra og því er áhugavert að sjá hvað þátttakendur í þessari rannsókn hafa til málanna að leggja um skólagöngu og menntastefnu. Eins og niðurstöðurnar sýna leggja allir þátttakendurnir áherslu á mikil- vægi þess að fötluð börn taki þátt í almennu skólastarfi og lýsa andstöðu sinni við sér- skóla. Þarna eru ungmennin sammála íslenskum fræðimönnum sem leggja áherslu á rétt fatlaðra barna til þátttöku í almennu skólastarfi. Alvarlegustu erfiðleikarnir sem ungmennin höfðu þurft að takast á við voru nei- kvæðar staðalmyndir af fötluðum börnum, vanmat annarra á getu þeirra og mögu- leikum, vanþekking á aðstæðum fatlaðra barna og ungmenna, vorkunnsemi og niður- lægjandi framkoma annarra, óaðgengilegt umhverfi, fordómar og aðrar félagslegar hindranir. Helsti lærdómur sem draga má af niðurstöðum þessarar rannsóknar er mikilvægi þess að þróa jákvæðari skilning á lífi fatlaðra barna og ungmenna en þann sem nú birtist í neikvæðum staðalmyndum. Jafnframt er mikilvægt að beina sjónum í ríkari mæli að félagslegum, menningarlegum og efnislegum hindrunum, ekki síður en að skerðingu barnanna. Þá er þýðingamikið að hlusta eftir reynslu fatlaðra barna og ungmenna þegar kemur að stefnumótun í málefnum þeirra sjálfra og í framkvæmd þjónustu. Rannsóknin sýnir að fötluð börn og ungmenni búa yfir mikilvægri reynslu. Enginn veit betur en þau hvernig það er að alast upp með fötlun í íslensku samfélagi og því búa þau yfir þekkingu sem er ómetanleg til að þróa jákvæðari skilning á fötl- uðum börnum og okkar samfélagslegu viðbrögðum við þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212
Qupperneq 213
Qupperneq 214
Qupperneq 215
Qupperneq 216
Qupperneq 217
Qupperneq 218
Qupperneq 219
Qupperneq 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.