Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 189

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 189
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 189 viðHorf þeirra eða einstökum afmörkuðum þáttum starfseminnar, og er ætlað að ganga úr skugga um að innra eftirlit og mat sé skilvirkt og þjóni tilgangi sínum. Snemma í Bolognaferlinu varð ljóst að nauðsynlegt væri að móta samnefnara um viðmið og aðferðir við tryggingu gæða í háskólum til þess að Evrópusvæði æðri menntunar gæti orðið lífvænlegt. Viðleitnin til að tryggja gæði menntunar með því að þróa sambærilega mælikvarða og aðferðir hefur síðan orðið þungamiðjan í Bologna- ferlinu. Án þess að tryggt sé að háskólarnir veiti góða menntun er öll viðleitnin nefni- lega í sjálfu sér marklaus. Með þessari áherslu er horft inn á við – til forsendna, eðlis og inntaks – fremur en á hið ytra form og uppbyggingu. Viðmið um gæði menntunar og kröfur til stúdenta og starfsmanna eru forsendur fyrir þeirri hæfni – eða „learning outcome“ – sem æðri menntun er ætlað að skila. Þetta var áréttað á ráðherrafundinum í Berlín árið 2003 og jafnframt var hafin vinna við að undirbúa mótun gæðastaðla. Á fundi menntamálaráðherra aðildarríkja Bolognaferlisins í Bergen í maí 2005 var samþykkt að leggja til grundvallar texta sem saminn hafði verið á vegum ENQA með aðkomu EUA, European Standards and Guidelines for Quality Assurance in Higher Educa- tion (sjá t.d. ENQA, 2009). Textinn skiptist í þrjá hluta og geymir sá fyrsti almenn viðmið og kröfur um innri gæðakerfi háskóla, annar viðmið og kröfur um ytra gæða- eftirlit með háskólum og loks eru í þriðja hlutanum viðmið og kröfur um gæði ytri matsstofnananna sjálfra. Árið 2008 var svo sett á laggirnar sjálfstæð stofnun (European Quality Assurance Register for Higher Education, EQAR), sem hefur það hlutverk að veita evrópskum gæðamatsstofnunum viðurkenningu að undangengnu faglegu mati og að halda skrá um hinar viðurkenndu stofnanir. Þótt hin evrópsku viðmið og kröfur um gæðatryggingu á sviði æðri menntunar í Evrópu hafi ekki formlega stöðu laga, reglna eða samnings hafa þau í reynd haft mikil áhrif á löggjöf aðildarríkja Bolognaferlisins og skipulag og framkvæmd gæðatrygg- ingar í evrópska háskólakerfinu. Kemur þetta ljóslega fram í íslenskum lögum um háskóla nr. 63/2006 og þeim reglum sem settar hafa verið til að útfæra einstök ákvæði laganna, þar sem mun meiri áhersla er lögð á gæðatryggingu en verið hafði í fyrri lögum. Það sem skiptir síðan máli er að farið sé að lögum, reglum og viðmiðum sem sett eru. Framhaldið Ljóst er að enda þótt mjög margt hafi áunnist í Bolognaferlinu hefur markmiðinu um að gera Evrópu að sameiginlegu svæði æðri menntunar fyrir árið 2010 ekki verið náð að öllu leyti, enda um mjög róttækar breytingar að ræða í mörgum stærstu ríkjum álfunnar. Það sem áunnist hefur er fyrst og fremst traust samvinna og sammæli um hin sameiginlegu markmið, áherslur og viðmið – en ríkin eru mislangt á veg komin að innleiða þau hvert fyrir sig. Á fundi menntamálaráðherra aðildarríkjanna í Búdapest og Vín í mars 2010 var þetta sérstaklega áréttað og sammælst um að stefna markvisst áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið og sem eflaust mun gefa tilefni til frekari viðfangsefna. Óhætt er að fullyrða að þær breytingar sem orðið hafa á sviði æðri menntunar í Evrópu fyrir tilstuðlan Bolognaferlisins eru um margt byltingarkenndar. Leiðin að markmiðinu og einstökum áhersluþáttum hefur verið lærdómsrík og gagnleg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.