Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 193

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 193
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 193 viðHorf kennaraskipti. Listaháskólinn er meðal annars aðili að AEC (Association Européenne des Conservatories) sem eru samtök erlendra tónlistarháskóla. Samtökin standa fyrir mörgum fundum og ráðstefnum á hverju ári þar sem koma saman stjórnendur, alþjóðafulltrúar og kennarar. Auk þess stýra þeir verkefnum eins og Polifonia sem rannsakar áhrif Bolognaferlisins á tónlistarmenntun í Evrópu. Jafnframt er LHÍ þátt- takandi í sjö norrænum samstarfsnetum. Þar vinna stjórnendur að ýmsum þáttum tengdum listmenntun og Bolognaferlinu. Þar sem listmenntun er í eðli sínu ólík öðru háskólanámi hefur það oft reynst flókið að aðlaga listnám Bolognaferlinu og því hefur þessi samvinna verið afar gagnleg. Samstarfsnetin Norteas (í sviðslistum), Cirrus (í hönnun) og Kuno (í myndlist) eru dæmi um samstarfsnet í mismunandi listgrein- um sem Listaháskólinn er í öflugu samstarfi við. Það hefur því verið ómetanlegt fyrir Listaháskólann, sem er lítill háskóli og eini háskóli landsins á sínu fræðasviði, að geta tekið þátt í erlendu samstarfi og fengið styrki til þess frá Evrópusambandinu. Regluverk mætir oft andstöðu hjá listamönnum og hafa sumir kennarar Lista- háskólans látið í ljós þá skoðun að skrifræði Bolognaferlisins dragi úr listsköpunar- þætti kennslunnar. Þeir hafa nokkuð til síns máls og gæta verður þess að regluverk og umgjörð háskólastarfsins hafi ekki of mikil áhrif á faglega þætti námsins. Þá hefur stofnanamenning þó nokkur áhrif þegar verið er að innleiða nýjar vinnuaðferðir og ferla. Í LHÍ eru margir stundakennarar sem koma úr öðru umhverfi en skólastarfi og það tengir skólann beint við atvinnulífið. Skólinn er frekar lítill vinnustaður, þó nokkur nánd er milli stjórnenda og starfsfólks og stór hluti starfsfólks hefur starfað við skólann frá upphafi. Það má segja að þar ríki eins konar grasrótarstemmning og þægilegt er að ná til allra, ræða saman og móta sameiginlega stefnu. Nálægðin hefur haft þau áhrif að tiltölulega auðvelt hefur verið að innleiða vinnuaðferðir tengdar Bolognaferlinu. Stjórnendur, fagstjórar brauta og þeir kennarar sem vinna við þróun námsbrauta og námskeiðslýsinga í LHÍ hafa haldgóða þekkingu á Bolognamarkmiðunum. Tæplega þriðjungur þeirra sem kenna við skólann eru kennarar í hlutastarfi, stundakennarar og gestakennarar, sem hafa ekki eins mikla vitneskju um Bolognaferlið. Stjórnendur hafa velt því fyrir sér hvernig hægt væri að fá þennan hóp með markvissari hætti í fag- legt starf og þróun innan skólans. Ein leið Listaháskólans til að auka þátttöku þeirra í skólastarfinu er að hafa fulltrúa þeirra í fagráði skólans. Einnig þarf að hafa fleiri upp- lýsingafundi til að auka þekkingu allra starfsmanna á Bolognamarkmiðunum. Einn þáttur í Bolognaferlinu er að efla gæðastarf innan háskólanna. Listaháskólinn hefur undanfarin ár lagt áherslu á að þróa aðferðir til að mæla gæði skólastarfsins og ein þeirra er könnun á afdrifum útskrifaðra nemenda. Sú könnun er lögð árlega fyrir tvo útskriftarárganga samtímis, þá sem útskrifuðust fyrir tveimur árum og fimm árum. Könnunin er ítarleg og kannað er hvernig nám við LHÍ hefur nýst við framhaldsnám og störf ásamt því að skoða viðhorf einstaklinga gagnvart skólanum. Í könnuninni vorið 2010 töldu 85% þátttakenda að námið hefði nýst þeim vel í verkefnum og störf- um. Þeir voru einnig beðnir um að taka afstöðu til fullyrðinga um LHÍ sem mennta- og menningarstofnun og þar kom meðal annars fram að rúmlega 80% þátttakenda töldu að Listaháskólinn efldi framsækna hugsun í listum og menningu í samfélaginu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.