Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 199

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 199
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 199 Þegar skilgreining hæfniviðmiða fyrir hvert námskeið við Háskólann á Bifröst hófst var hugmyndafræði Bolognaferlisins og skilgreining hæfniviðmiða kynnt á deildar- fundum hverrar deildar skólans. Á þessum fundum var rætt um tengingu milli hæfni- viðmiða, kennsluaðferða og námsmats. Skilgreining hæfniviðmiða fyrir einstök nám- skeið er enn í gangi en stefnt er að því að verkinu verði lokið fyrir næsta skólaár. Kennarar fá stuðning við að skrifa hæfniviðmið fyrir námskeið og það er í höndum deildarfundar að samþykkja námskeiðslýsingu og hæfniviðmið hennar og gæta þess að hún falli að lærdómsviðmiðum námsleiðarinnar sem námskeiðið tilheyrir. Kennur- um hefur verið bent á upplýsingavef Bolognakynningarfulltrúanna og vef Kennslu- miðstöðvar Háskóla Íslands sem gefur greinargóða mynd af hæfniviðmiðum og orða- lagi sem þarf að nota við gerð skýrra viðmiða. Það er misjafnt hvernig kennarar taka því að þurfa að skrifa hæfniviðmið og tengja þau við námsmatið í námskeiði sínu. Umræðan um hæfniviðmið hefur leitt til auk- innar umræðu um kennsluaðferðir og námsmat innan skólans sem er af hinu góða. Í einhverjum tilfellum hafa kennarar markvisst kynnt námskeið sín öðrum kennurum og útskýrt hvers konar námsmat er notað til þess að meta hvort nemendur hafa náð hæfniviðmiðum námskeiðsins. Þetta hefur leitt til aukinnar umræðu og umbóta því kennarar fá uppbyggilega endurgjöf frá samkennurum sínum. Þegar kennurum er boðið að kynna námskeið sín með þessum hætti þurfa þeir að fara í gegnum það ferli að rökstyðja kennsluaðferðir og námsmat út frá hæfniviðmiðunum og útskýra hvernig námskeið þeirra fellur að lærdómsviðmiðum námsleiðarinnar. Þetta ferli hefur aukið kennslufræðilega hugsun hjá háskólakennurum og er liður í eftirfylgni og námskrárþróun innan deildanna ásamt því að vera hluti af gæðaeftirliti með námi við skólann. Þessi tilhögun hefur þróast með innleiðingu Bolognaferlisins í Háskólann á Bifröst og þess vegna er óhætt að segja að innleiðingin hafi haft jákvæð áhrif frekar en neikvæð. Námskrárvinna og mat á gæðum námskráa út frá lokaviðmiðum námsleiða hefur ekki farið fram með skipulegum hætti enn sem komið er. Áhrif innleiðingarinnar á nemendur og upplifun þeirra af náminu er jafnframt nokkuð sem þarf að skoða í sam- hengi við það sem gert hefur verið. Skipulag Háskólans á Bifröst ætti að auðvelda innleiðingu Bolognaferlisins frekar en að torvelda það. Boðleiðir eru stuttar og ábyrgð á innleiðingu tiltekinna hluta Bolognaferlisins er skýr. Þó er ekki hægt að segja að innleiðingin hafi gengið mótþróa- laust. Einstaka kennari hefur haldið því fram að með því að innleiða Bolognaferlið í háskólum sé verið að hefta frelsi háskólanna og steypa þá í sama mót. Aðrir halda því fram að Bolognaferlið sé ákveðinn rammi sem háskólar geti notað utan um þá mynd sem þeir sjálfir kjósa að mála. Námsframboð og kennsluaðferðir geti verið með ólíkum hætti innan háskóla og háskóladeilda þó að Bologna-„rammanum“ sé fylgt. Bolognaferlið er nemendamiðað og í stuttu máli er hugmyndafræðin sú að námið skuli gagnast einstaklingum og samfélagi sem best. Það er hér sem sköpunargleðin getur fengið að njóta sín um leið og hægt er að efla gæðastjórnun og rannsóknir í háskólum. Það er því mikilvægt að auka vitund kennara og nemenda um mikilvægi þess að líta á Bolognaferlið sem tækifæri til framfara en ekki kvöð. Með endurskoðun námskrár og kennsluaðferða er hægt að koma til móts við þarfir samfélagsins fyrir aukna áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarf í samvinnu við v iðHorf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.