Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 206

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 206
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010206 viðHorf umsóknarfrestinn 1. september 2007 og var það heppilegt því óvíst er að allt hefði verið til reiðu ef umsókn hefði þurft að fara frá háskólanum í mars það ár. Viðurkenningar- ferlið var mikilvægt fyrir HA og átti sinn þátt í að móta gæðastarfið innan háskólans og vekja starfsfólk til vitundar um hvað skiptir þar máli og hverjar áherslurnar þurfa að vera. Óhætt er að fullyrða að Grettistaki var lyft á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að háskólinn varð tvítyngdur þar sem allar mikilvægar upplýsingar og skjöl voru þýdd yfir á ensku auk þess sem vefur háskólans á ensku var uppfærður. Enn fremur uppfærðu allir starfsmenn vefsíður sínar með feril- og ritaskrám. Vandséð er að Bolognaferlið hafi verið til trafala nema slíkum dómi fylgdi vantrú á ferlið í heild sinni. Slík vantrú hefur ekki verið áberandi innan HA. Vissulega hefur Bolognaferlið knúið kennara og stjórnendur HA til að leggja mikla vinnu í skilgrein- ingu námsmarkmiða, samræmingu þeirra, tengsl þeirra við kennsluhætti, námsmat o.s.frv. Að mati greinarhöfunda ríkir þó sátt um það innan HA að þessi vinna skili sér í auknum gæðum. Er næg þekking á Bolognaferlinu til staðar í Háskólanum á Akureyri og hvað hefur verið gert til að mæta þörf kennara og annarra fyrir þekkingu? Starfsmenn HA hafa tekið virkan þátt í verkefnum tengdum Bolognaferlinu allt frá upphafi og átt fulltrúa sinn í við- komandi nefndum og starfshópum háskólanna. Það er því óhætt að fullyrða að næg þekking er til staðar innan háskólans en nokkurn tíma hefur tekið að breiða hana út og innleiða ákveðna þætti í háskólastarfið. Má í því sambandi nefna samspil náms- markmiða, kennsluhátta og námsmats. Gæðaráð skipaði sl. vetur starfshóp kennara frá öllum fræðasviðum háskólans sem ásamt gæðastjóra hafði það hlutverk að greina stöðu innleiðingar viðmiðanna og leggja mat á fræðsluþörf innan HA vegna hennar. Í ljós kom að skilgreiningar hæfniviðmiða fyrir námsleiðir og einstök námskeið voru í allgóðu lagi en námsnefndir eða einstakir kennarar aðeins að litlu leyti farin að skoða tengsl markmiðanna við kennsluhætti og námsmat. Það var einnig niðurstaða starfs- hópsins að kennarar á öllum fræðasviðum háskólans hefðu þörf fyrir fræðslu á þessu sviði. Þegar þetta er skrifað hefur þegar verið haldið eitt námskeið um samspil náms- markmiða og námsmats en gera þarf betur. Í ljós hefur komið að þarna er e.t.v. erfiðasti þröskuldurinn í allri innleiðingunni og hefur það ekki hvað síst vafist fyrir kennurum að óljóst er hvaða kröfur eru gerðar um samhæfingu hæfniviðmiða, kennsluhátta og námsmats. Það er því brýnt að þegar endurskoðuð viðmið um æðri menntun og próf- gráður verða kynnt verði háskólum gert alveg ljóst hversu langt þeim er ætlað að ganga í innleiðingu þeirra. Einnig má beina því til Bolognasérfræðingahópsins, sem Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins heldur utan um, að í fræðslu á hans vegum verði lögð áhersla á samspil námsmarkmiða, kennsluhátta og námsmats. Gæðaráð HA lítur svo á að innleiðingarferli viðmiðanna ljúki á þessu haustmisseri (2010) þegar gert verður átak og síðasta skrefið í samhæfingu námsmarkmiða við kennsluhætti og námsmat stigið á öllum fræðasviðum. Síðan hefur verið ákveðið að gera innri úttekt á stöðunni í framhaldi af útgáfu náms- og kennsluskrár fyrir 2011– 2012. Gengið er út frá því að vinna við námsmarkmið sé hringferli sem alltaf má bæta og verður niðurstaða úttektarinnar notuð sem innlegg í næsta hring.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.