Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 16
■ft'IWl
Byltingarágripið átti að
varpa Ijósi á bakgrunn
stórtíðinda árin
1795-1796.
Hvert sótti Magnús
efni og hugmyndir I
byltingarágrip sitt?
Þessar upplýsingar gefa vís-
bendingu um hvaða heimildir
M. St. notfærði sér einkum við
samningu ágripsins. Helst er að
skilja orð hans svo að hann hafi
framan af einkum stuðst við
einhvers konar endursögn af
riti eftir Rabaut Saint-Etienne.10
Á öðrum stað talar hann um
þetta rit sem „ypparlega
frásögn...“ er þessi „lærði,
blíði og eðallundaði maður...“
hafí skrásett (s. 64). M. St. nafn-
greinir hvergi rit Rabauts en vís-
ar til verks eftir Friederich
Schultz sem styðjist meira eða
minna við þetta fyrrnefnda.
Nú er að finna í Landsbóka-
safni danska þýðingu á verki
sem eignað er Friederich þess-
um Schultz, Efterretning om
den store Revolution i Frank-
rige, 1. og 2. hluti, Kbh. 1791 og
1793- Á titilsíðu 1. hl. stendur:
„Oversat efter den tyske Origin-
al.“ Hér sést ennfremur að hin
þýska útgáfa kom út í tveim
hlutum, í Berlín 1790 og Braun-
schweig 1791 (skv. British
Museum Catalogue undir heit-
inu Geschichte der grossen
Revolution in Frankreichj. Af
titilsíðunni verður ekki ráðið
annað en að um sjálfstætt verk af
hálfu Schultz sé að ræða. En í
raun og veru fer því fjarri. f
Efterretning... ,2. hl., þar sem
hinni eiginlegu sögulegu frá-
sögn lýkur og við tekur orðrétt-
ur texti hinnar nýstaðfestu
stjórnarskrár Frakka (1791), má
lesa eftirfarandi:
Undanfarandi frásögn er svo
til orðrétt (næsten Ord for
Ord) tekin eftir Almanach
historique de la révolution
franqaise sem hr. J.P.Rabaut
liefur samið; þótti réttast að
gefa óhlutdrægum sjónar-
votti orðið.11
Þessi síðustu ummæli eru
síðan rökstudd nokkuð. í ljósi
þessara upplýsinga verður það
fyrst fyllilega skiljanlegt sem
stendur aftast í 1. hl. verksins,
þ.e. „Forfatterens Forerindr-
ing“, dags. í París 5. sept. 1789-
Nafn höf. kemur hér ekki fram
en hann kveður tilganginn með
ritinu vera að „eftirláta komandi
sagnriturum minningar um
nokkra viðburði, sem höfund-
urinn var svo lánsamur að vera
sjálfur sjónarvottur að flestöll-
um.“12 Við þennan eftirmála
Rabauts hefur þýðandinn
Schultz bætt nokkrum athuga-
semdum (án þess þó að nafn-
greina sjálfan sig). Hann hafi
varast að hnika nokkru til í text-
anum er gæti breytt merkingu
hans, aðeins gert sér far um að
hagræða orðalagi svo að text-
inn yrði „skiljanlegur þeim sem
eru ekki vanir að lesa hina nýrri
rithöfunda Þjóðverja..."13
Frá nútíðarsjónarmiði virðist
býsna óskammfeilið að kalla
Schultz höfund að því riti sem
M. St. vísar til að framan, eins og
gert er í hinni þýsku og dönsku
útgáfu þess. En hafa ber hugfast
að á 18. öld báru menn afar tak-
markaða virðingu fyrir því sem
nú heitir höfundarréttur. Um
faðerni þessa rits væri annars
þarflaust að fjölyrða ef nýút-
komið rit gæfi ekki beint tilefni
til þess. Átt er við Verzlunar-
sögu íslands 1774—1807 eftir
Sigfús Hauk Andrésson. Hér er
staðhæft að höfundur Efterretn-
inger... sé „þýzkur höfundur,
Friedrich Schultz, sem dvaldist
um þær mundir [1789-1791] í
París..."14 Það er raunar
rétthermt, og kemur líka fram í
ágripi M. St., að Schultz dvaldist
í París á þessu árabili, nánar til-
tekið 1789-1790; gaf hann síð-
an út rit um veru sína í bylting-
arborginni, UeberParis und die
Pariser (1791).15 Ætla mætti að
þetta sé það rit eftir Schultz sem
M. St. vísar til neðanmáls á ein-
um stað (s. 19) en samanburður
leiðir í ljós að M. St. á hér við
þýðingu hans á Rabaut, Efter-
retninger... (sbr. „Sýnishorn").
Þannig verður ekki séð að títt-
nefndur Friedrich Schultz, sem
var annars afkastamikill rithöf-
undur (1762-1798), hafi neitt
sjálfstætt gildi þegar ræðir um
heimildakost M. St. Mergurinn
málsins er að Schultz virðist
hafa lagt sig fram um að skila
texta Rabauts óbjöguðum yfir á
læsilega þýsku.16 Hvað viðvíkur
dönsku útgáfunni, Efterretning-
er..., þá er engar upplýsingar
að finna um hver þýddi. En
varla er að efa að það er þessi
danska útgáfa sem M. St. hafði
undir höndum og notfærði
sér.17
En hver var þá margnefndur
Jean-Paul Rabaut Saint-Etienne?
Hann var mótmælendaprestur
(f. 1743) og barðist rösklega fýr-
ir trúfrelsi. Hann tók síðan mjög
virkan þátt í byltingunni, sat á
þingum hennar frá upphafi. Á
löggjafarþinginu (1791-1792)
skipaði hann sér í flokk með
Gírondínum og var líflátinn
ásamt foringjum þeirra síðla árs
1793- Áður en hann féll frá, var
áðurnefnt rit hans um bylting-
una, Almanach historique de la
révolution franqaise, endurút-
gefið, eítir því sem næst verður
komist, undir heitinu Précis
historique de la Révolution
franqoise (1792) og þannig
nefnt átti það eftir að birtast
margsinnis á næstu áratugum.18
í enskri þýðingu kom ritið út í
London 1793 enda var því að
hluta beint gegn gagnbyltingar-
áróðri Edmunds Burkes hins
breska.19 Með því lagði höfund-
urinn drög að frjálslyndri sögu-
túlkun sem átti eftir að vaxa
fylgi á fyrri helmingi 19. aldar.20
Eftir að frásögn Rabauts
sleppir, við lok stjórnlaga-
þingsins 1791, mun M.St. hafa
stuðst mest við danska mánað-
arritið Minetva. í því birtust
m.a. fréttapistlar af erlendum
vettvangi undir fyrirsögninni