Ný saga - 01.01.1989, Side 24

Ný saga - 01.01.1989, Side 24
Guðmundur J. Guðmundsson Þessi nunna hefur ekki virt skírlífisheitið. En María mey kemur henni til hjálpar. Að sjálfsögðu hafa menn gert sér grein fyrir því að hér var verið að brjóta reglur kirkjunn- ar og í hópi kennimanna hafa ætíð verið þeir sem fylgdu regl- um kirkjunnar um einlifi. Meðal þeirra biskupa sem hér störf- uðu á þjóðveldistímanum og lifðu einlífi má nefna sem dæmi bæði Guðmund Arason og Þor- lák helga. í sögu Þorláks bisk- ups hinni elstu, en hún mun skrifuð á fyrsta áratug 13- aldar, segir að frændur hans hafi hvatt hann til að ganga í hjónaband, „af því að þá var eigi um það mjög vandað af yfirboðurum, þótt prestar fengi ekkna, en nú er það fyrirboðið."3 Þorlákur fékk hins vegar vitrun í draumi um að honum bæri að einbeita sér að kirkjunnar málum og hélt hann einlífi alla tíð síðan. Um Guðmund Arason segir „að hann samdi sínar lendar með linda skírlífis, svo að ei um aldur var honum kona kennd né eignuð."4 Það er athyglisvert og sýnir breytingu á tíðaranda hvernig fjallað er um hjónabönd Jóns biskups Ögmundssonar í sög- um hans. Þær eru tvær. Sú eldri er skrifuð fyrir aldamótin 1200. Sú yngri er eftir Gunnlaug munk þann sem skrifaði eldri sögu Guðmundar Arasonar, en Guðmundur biskup var einarð- ur fylgismaður kirkjuvaldsstefn- unnar og fylgdi stefnu kirkjunn- ar um einlífi klerka. í eldri sögu Jóns er sagt frá hjónabandi bisk- ups eins og sjálfsögðum hlut en í sögu Gunnlaugs munks er reynt að bera í bætifláka fyrir hinn kvænta biskup og þar seg- ir svo frá hjónaböndum hans: „er það margra manna ætlan, að hann hafi með hvorugri lík- amlega flekkast.1'5 Einnig er sagt frá því að þegar Jón tók vígslu hafi hann gengið fyrir páfa og sagt honum að sá ljóður væri á ráði sínu að hann væri tvíkvænt- ur og mælti það óneitanlega gegn því að hann tæki biskups- vígslu. Páfi taldi það litlu skipta.6 Síðasti biskup sem vitað er til að var kvongaður meðan hann gegndi embætti var Magnús Gizurarson, sem lést 1237 og átti Halldóru Hjaltadóttur.7 Margir biskupanna sem síðar tóku við embættum höfðu eign- ast börn á yngri árum. Laurent- íus biskup átti til dæmis son árið 1305 með Þuríði Árnadótt- ur. Þessi sonur Laurentíusar, Árni að nafni, var munkur á Þingeyrum um það leyti sem faðir hans var þar. Einnig er vit- að að Auðun biskup rauði átti dóttur er Ólöf hét. Þegar nær dró endurreisnartímanum varð þetta enn algengara. Ekki hef ég þó fundið fyrir því heimildir að biskupar hafi átt börn eftir að þeir tóku við embætti og kemur margt til. Væntanlega hafa bisk- Ekki var gerð nein alvarleg tilraun til að koma í veg fyrir að klerkar gengju í hjónaband fyrr en komið er langt fram á 13. öld. „Það er hið þriðja ef maður finnur klerk liggjandi með hús- freyju sinni, móður eða dóttur sinni eða systur. “ upar passað sig betur í þessum efnum en venjulegir klerkar og ef svo fór að frilla biskups varð þunguð þá hefur væntanlega flest verið gert til að þagga slíkt hneyksli niður. Þeir menn sem settust á biskupsstól voru líka að öllu jöfnu komnir á efri ár og því minni líkur til að þeir stæðu í barneignum en þeir sem yngri voru að árum, þó oft lifi lengi í gömlum glæðum. En þó kirkjan hafi ekki staðið fast á kröfúm sínum um einlífi íslenskra klerka á fyrstu öldum kristni hér á landi þá var að sjálfsögðu gerð krafa til þeirra um skikkanlega hegðun í kynferðis- málum. Á miðöldum var það svo að sá sem lagði hendur á kirkjunnar þjón féll venjulega í bann af verkinu sjálfu. Þó voru á því nokkrar undantekningar og sum brot voru þess eðlis að af- sakanlegt þótti að lumbra á prestum. Um slík brot segir: „Það er hið þriðja ef maður finnur klerk liggjandi með hús- freyju sinni, móður eða dóttur sinni eða systur."9 Þarna er gengið út frá því að kirkjunnar þjónar séu mannlegir rétt eins og hver annar og jafnframt er klerkum bent á að brot sem þetta sé svo alvarlegt að afbrota- maðurinn njóti ekki fullrar verndar kirkjunnar. Þetta ákvæði var lesið upp á Alþingi árið 1281 en sambærileg ákvæði gætu vel hafa verið til í eldri lögum. Þótt leyfilegt væri undir vissum kringumstæðum að berja á klerkum átti kirkjan samt að dæma í slíkum málum, því samkvæmt kirkjuvaldsstefn- unni skyldi kirkjan hafa dóms- vald í öllum málum sem tengd- ust klerkum eða kirkju. Sem dæmi má nefna deilur þeirra Eyjólfs Stafhyltings og Þorláks biskups, en þegar þær stóðu sem hæst sat Eyjólfur fyrir biskupi og krafðist sjálfdæmis fyrir legorð bændadætra sem honum voru skyldar og klerkar höfðu legið. Eyjólfur var í banni og vildi Þorlákur ekki tala við hann en til að firra vandræðum lét Þorvaldur beiskaldi Eyjólf fá 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.