Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 72

Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 72
Matthew James Driscoll Gunnlöð kennir Fjölnis fund fyrst að geyma Ianga stund, blekkt var af því bauga grund, að Bölverk hafði slæga lund. Lítið nokkuð lagði hann á - Ijóðin hljóta að standa smá - enginn skyldi auðar Ná angurlaust með kvæðum fá. Því hef ég ekki vanist þar við, varla hafa þeir jafnan sið, sjaldan bregður mjaldur mið, misjafnt verður um kvenna frið. Fljóðin ræki Friggjar barð, forðist heldur véla skarð, minnumst á, hvað mjóvum varð meyjum kóngs í Artús garð. Fimmta vísan er torskilin. Kenningin „Friggjar barð“ er að öðru leyti óþekkt, en Finnur Jónsson skýrði hana sem „tryggð". Þótt hún virðist merkja það í ljósi vísunnar í heild, er ekkert í orðunum sjálf- um sem bendir til þeirrar merkingar. Freistandi er að Iáta sér detta í hug að hér sé um að ræða þýðingu á mons veneris, þ.e. „munúðarhóir,23 þar sem Frigg kemur í stað Venusar. Slíkt væri ekki einsdæmi. í heil- agramannasögum og þess hátt- ar ritum sem þýdd voru úr latínu var algengt að setja nöfn norrænna guða í stað róm- verskra eða grískra, og Frigg einmitt langoftast höfð í stað Venusar, þótt Freyja komi líka fyrir einstaka sinnum.24 Á sama hátt gæti véla skarð verið eign- arfallsumritun,25 þ.e.a.s. „kenning" sem hefúr enga merkingu aðra en þá sem felst í eignarfallsorðinu vél, en sá möguleiki er einnig fyrir hendi að túlka véla skarð bókstaflega sem „hið hættulega skarð“ og er þá aftur átt við kynfæri kvenna. Sé svo þá er merkingin sú sama en vísan orðin þó nokkuð klámfengin og því mun meira í ætt við fabliau-kvæðin, en þar voru orðaleikir af þessu tagi einmitt mjög vinsælir. Þriðji mansöngurinn fjallar um elli. Hér harmar skáldið að aldur hamli sér frá því að taka þátt í leik með þeim auðar- Gnám sem hann segir að þyrpst hafi að sér forðum. Þetta er ekki óalgengt minni i mansöngvum, en virðist varla eiga heima í kvæði sem fjallar um skírlífis- próf. í heild verður því ekki betur séð en að mansöngvarnir séu með hefðbundnum hætti, og þótt efni þeirra tengist óhjá- kvæmilega efni rímnanna að einhverju leyti, þá virðist ekkert benda til þess að skáldið hafi notfært sér þessi tengsl. Megin- tilgangurinn virðist vera að kitla áheyrendurna, en ekki að boða skírlífi. Bæði Möítuls saga og Skikkjurímur skiptast augljós- lega í þrjá þætti.Þótt Iengd þátt- anna sé mismunandi í þessum verkum, eru þó hlutföllin innan þeirra nokkurn veginn þau sömu. Fyrsta ríma spannar um þriðjung efnisins, en samsvarar efni fyrstu þriggja kafla sög- unnar, en þeir eru um fimmt- ungur söguþráðarins þar. Kaflar fjögur og fimm svara til annarr- ar rímu, og er sá þáttur svipað- ur að lengd í báðum verkum, eða um fimmtungur söguþráð- arins. Síðasta ríman samsvarar síðustu sex köflum sögunnar, en þeir spanna um 60% efnisþ- ráðarins í sögunni en um 40% í rímunni. í fyrsta þættinum er veruleg- ur efnismunur. Hér er fyrst að nefna röð upptalninga sem bætt er inn í rímurnar. Strax í tólftu vísunni hefur kappatal, og þess má geta að þrjú nöfn hafa verið sótt í annað verk en Möttuls sögu. Skáldið telur líka upp undarleg lönd og kynlega íbúa þeirra. Hann rekur öll þau hljóðfæri sem leikið er á í veisl- unni og hefur skrá um leiki og íþróttir þeirra sem veisluna sitja. Þessar upptalningar eru allar fengnar úr öðrum riddara- sögum, og virðist rímnaskáldið hafa verið nokkuð vel að sér um þær bókmenntir. í því sambandi má nefna að rímurn- ar tala um „kringlótt sess“ Artús, sem ekki er getið í Möttuls sögu, en bendir til að rímna- Megintilgangurinn virðist vera að kitla áheyrendurna, ekki að boða skírlífi. Hér má sjá Artús konung sitja við veisluborð, en riddarar hans og annað hefðarfólk, ásamt hljóðfæraleikurum bíður þess að veislan hefjist. Hvort þetta er í Jarmóð skal ósagt látið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.