Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 77
„ÞJÓÐFÉLÖG SEM EKKIHIRÐA UM
SÖGU SÍNA ERU MINNISLAUS OG BLIND“
Már Jónsson ræðir við firanska sagnfræðinginn
Jacques Le Goff
Franski sagnfræðingurinn
Jacques Le Goff kom
hingað til lands í fyrra-
haust. Hann hélt fyrirlestur við
Háskóla íslands 13- október og
nefndi hann Er hœgt að tala
um miðaldamann? Daginn eft-
ir var haldið málþing þar sem
hann reifaði rannsóknir sínar á
sögu miðalda í Evrópu. Annars
varði hann tíma sínum hérlend-
is til að ferðast um landið, en
gaf sér tíma árla dags, áður en
hann hélt á vit Bárðar Snæfells-
áss, til að veita Nýrri sögu viðtal.
Le Goff fæddist í borginni To-
ulon í Suður-Frakklandi á ný-
ársdag 1924. Hann var virkur í
andspyrnuhreyfingunni gegn
Þjóðverjum á árum síðari
heimsstyrjaldar, en lærði síðan í
École normale og Sorbonne í
París. Að námi loknu var hann
eitt ár í Prag og annað í Oxford,
kenndi í menntaskóla og fékk
stöðu við háskólann í Lille.
Þar skrifaði hann fyrstu
bækur sínar, Marchands et
banquiers au Moyen áge, París
1956, og Les Intellectuels au
Moyen áge, París 1957 (ný út-
gáfa 1985). Árið 1958 veitti
Fernand Braudel honum stöðu
við sjöttu deild École pratique
des Hautes Études í París, og
þar hefur Le Goff kennt og
kannað síðan. Sex árum síðar
gaf hann út bókina La Civilisa-
tion de l’Occident médiéval,
sem telst til sígildra verka í
franskri sagnfræði og var gefin
út endurskoðuð 1984. Árið
1972 tók Le Goff við forsæti
deildarinnar af Braudel og kom
því í kring að henni var breytt í
sérstakan skóla, École des Haut-
es Études en Sciences Sociales.
Le Goff hefúr skrifað býsn af
bókum og greinum, mest um
miðaldir, en einnig töluvert um
aðferðafræði, enda er hann
einn af frumkvöðlum hinnar
nýju sagnfræði, „la nouvelle
histoire," sem varð til og
mótaðist í Frakklandi á áttunda
áratug aldarinnar. Allmargar
greinar hans hafa verið teknar
saman og gefnar út undir bók-
arlieitunum Pour un autre
Moyen áge, París 1977, og
L’Imaginaire médiéval, París
1985. Mesta afrek hans und'an-
farin ár er tvímælalaust bók um
uppruna hreinsunareldsins á
síðari hluta 12. aldar, Naissance
du purgatoire, París 1981. Fyrir
þremur árum gaf hann loks út
litla bók um okur á miðöldum,
Im bourse et la vie. Économie et
réligion au Moyen áge. Og ef
marka má viðtalið sem hér fer á
eftir er óhætt að gera ráð fyrir
fjölda bóka frá honum næstu
árin.
ALMENNINGUR OG
EVRÓPA
En hvað er Jacques Le Goff
helst að fást við?
Ég er ákaflega upptekinn af
þvi að gera söguna aðgengilega
fyrir almenning, og hef reyndar
verið það lengi. Markmiðið er
þá að tengja rannsóknir,
kennslu og það að skrifa og tala
fyrir almenning. Hið síðast-
nefnda er mikilvægt og þá á ég
við alvarlegar, vandaðar og vís-
indalegar tilraunir til að miðla
sagnfræði til almennings. Slíkt
efni þarf alls ekki að vera leiðin-
legt. Ég hef annast útvarpsþátt á
menningarstöð franska útvarps-
ins í tvo áratugi, Les lundis de
l'histoire, og horfur eru á því að
þátturinn verði lengi á dagskrá.
í upphafi var ég einn með
þáttinn, en nú erum við fleiri.
Þættirnir eru byggðir þannig
upp að rætt er urn nýútkomna
bók um sagnfræði. Oft er höf-
undur fenginn í viðtal og sér-
fræðingar á sama sviði vega og
rneta bókina í beinni útsend-
ingu. Þetta er skemmtilegt og
gefandi starf. Ég hef líka tekið
þátt í undirbúningi sjónvarps-
þátta um söguleg efni og var til
dærnis sögulegur ráðunautur
leikstjórans Jean-Jacques Ann-
aud þegar hann kvikmyndaði
Nafn rósarinnar eftir Umberto
Eco.
Svo er annað sem ég er upp-
tekinn af, utan við rannsóknir
og kennslu, en það er aukið
samstarf Evrópuríkja, í þeim
skilningi að æskilegt og eðlilegt
væri að gera meira af því að
skrifa raunverulega Evrópu-
sögu, ekki aðeins sögu ein-
stakra ríkja. Það er ekki hægt
eins og er, en verið er að vinna
að því í nokkrunt starfshópum
og ég tek þátt í því starfi af lífi
og sál.
Hvað sjálfa sagnfræðina varð-
ar velti ég því talsvert fyrir mér
hvers vegna sagnfræðingar
hugsa ekki meira um fræði-
greinina sem slíka, eðli hennar
og möguleika. Það er löstur.
Flestir sagnfræðingar stunda
sagnfræði án þess að hugsa um
það sem þeir eru að gera. Sjálf-
ur er ég ekki mikill kennninga-
smiður og mér leiðist söguspeki.
Hins vegar er ég sannfærður
um að aðferðafræði er grund-
vallaratriði og ég hugsa um
hana án afláts þegar ég sit yfir
handritum eða er að skrifa. Eins
þegar ég les eða lilusta á verk
annarra.
NÝ STfÓRN -
MÁLASAGA
Og þá er komið að rannsókn-
um mínum og áformum um
75