Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 69

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 69
hjarta drepr stall 67 sér samsvörun í józku. Til þriðja lióps þessa flokks teljast orðtök, sem hafa íruminerkinguna ‘hjartað stígur upp (í líkamanum)’. Orðtök af þessu tœi munu vera fátíð í íslenzku. Þó er dænii frá 19. öld um liann ber ei hjartaS í munn- mum, sem líkist e. to have one's heart in one’s mouth. Ur öðrum málum mætti nefna d. skyde hjertct op (i livet) og sæ. ha hjártat i halsgropen (ásamt af- brigðum). Þriðja flokknum heyra til orðtök, sem merkja upprunalega ‘hjartað liættir að slá’. Af þeirri gerð er t. d. hið forna orðtak hjarta stallrar og sömuleiðis sæ. lijártat st&r stilla, hjártat stannar o. fl. IV Við skýringu orðtaksins hjarta drepr stall og afbrigða þess ber fyrst að gera sér grein fyrir tvennu: 1) Skýringuna er eðlilegt að miða við, að frummerking þess sé í samræmi við oinhvern þeirra flokka, sem taldir voru í III, enda hafa allir eldri skýrendur gert ráð fyrir einhverri þeirra frummerkinga, sem þar eru raktar. 2) Við skýringu orðtaksins er einnig rétt að ganga að því vísu, að uppruna- legt form orðtaksins sé það, scm fyrir kemur í elztu heimildum, enda er engin haldhær rök hægt að færa fyrir því, að eitthvert þeirra afbrigða, sem fyrir koma í yngri heimildum, sé upprunalegra. Hér verður því ekki efað, að hjarta drepr stall sé upprunalegt gervi orðtaksins í íslenzku. Þar með er þó ekki sagt, að sum afbrigðin kunni ekki að eiga sér mjög gamlar rætur. Afbrigðið hjarta stallrar, sem minnzt var á, bendir eindregið til þess, að drcpa stall merki sama og stallra (þ. e. ‘staldra, stanza’), en sú skoðun fær raunar stuðning úr annarri átt, eins og síðar verður að vikið. En hvað merkir þá stallr? Uppruni þess bendir til, að í frumgermönsku hafi orðið merkt ‘staður’, og er það nánara rökstutt í ritgerðinni. í fornháþýzku kemur fyrir stal geban ‘fresta, hætta’, sem virðist hugsað eins og ísl. geja stað(ar) ‘stanza’. Fornháþýzka orðið stal var tekið upp í fornfrönsku í mynd- inni estal. Þar var það notað í ýmsum samböndum, t. d. prendre estal, sem merkir m. a. ‘stanza til þess að berjast’. Þetta fornfranska orðasamband er vafalítið fengið úr fornháþýzku *stal neman, sem minnir á ísl. nema stað(ar). í fornfrönsku var einnig notað faire cstal. í ensku eru nokkur orðtök af svip- aðri gerð, t. d. to makc slall. Þessi orðasambönd eru í samræmi við ísl. gj'óra stall. Þá er til í ensku to take slall, sem samsvarar fornfrönsku prcndrc estal og líkist ísl. nema staðar, en þó öllu meira taka stað, sem fyrir kemur í forn- máli. Niðurstaðan af þcssum samanburði verður sú, að í vesturgermönskum málum og fornfrönsku, að því er virðist vegna þýzkra áhrifa, eru orðasambönd gerð af sögn + stal(l) (þ. e. orði, sem samsvarar ísl. stallur) í merkingunni ‘stanza’. Jafnframt eru í íslenzku orðasambönd gerð af samsvarandi sögn með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.