Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 125
RITFREGNIR
123
oinitm slað og l>annig sparazt nokkur leit. Er slíkt vissnlega vel þegiS á þess-
ari hraSans öld. Mér þykir trúlegt, aS finna megi fleiri dæmi nm þetta í Vb.
Ég þykist vita, aS ritstjórar Vb. hafi íhugaS þetta mál, en hætt viS þaS vegna
þess, aS í viSauka Bl. er mikiS um mállýzkuorS, sem síSur eiga heima í Vb.
Mér finnst þetta sjónarmiS samt nokkuS vafasamt, enda má benda á þaS, aS í
Vh. eru mörg málIýzkuorS, t. d. úr búkum Eyjólfs á Hvoli, og eins úr talmáls-
safni O. H. En vitaskuld verSur aS koma skýrt fram, aS um mállýzkuorS sé aS
ræSa. Á þaS tel ég þó nokkuS skorta. Ég held, aS orS eins og fannakista, gelj-
andi, góka, grunbrúslegur, heigla (upp skepnum), hlandasi, hvutast (upp á
e-u), reiðirjóSur, roppugoð, skuddi, snoðrœna, stúthland, sörlalegur, tofulegur,
svo aS dæmi séu nefnd, séu öll nokkuS staSbundin. HefSi því veriS heppilegt
fyrir notendur bókarinnar, aS þessa hefSi veriS getiS. Þar sem svo er ekki gert,
má draga þá ályktun, aS þessi orS og mörg fleiri, sem líkt er ástatt um, séu
almennt mál.
Eins verS ég aS játa, aS mér finnst of miklu rúmi hafa veriS eytt — af tak-
mörkuSu rými Vb. — í margs konar samsetningar og vafasöm orS ýmissa rithöf-
unda okkar. Trúlega er þetta aS einhverju leyti gert vegna bókmenntalesturs.
Er þaS líka hiS eina, sem réttlætir upptöku margra slíkra orSa í Vb. En ég
liefSi kosiS ýmislegt, sem vantar, í staSinn. Frá þekktum höfundi eru t. d. þessi
orS: dagglóra (sögunnar), flatþýzkur, grákona, grámaður (um gráklædda konu
eSa gráklæddan mann), smók, spíssbúb (og spitsbúb), lollaragerpi, traklement,
trimma. Vafasamt er og, aS eftirfarandi orS séu nokkuS á vörum fólks, en þau
eru öll úr bókum ýmissa rithöfunda og skálda frá síSustu áratugum: dauðarór,
glýjumyrkur, hljómahaf, hollmœr, huliðfjarrir (lo. í fl.), rímirí, seinh/wstis,
skimpigepill.
Þá er ég algerlega mótfallinn því, aS orS, sem eru hreint götu- og unglinga-
mál — og þaS af verstu tegund —, skuli hafa veriS tekin upp í Vb. Er mér nær
aS halda, aS höfundar Bl. hefSu gengiS fram hjá slíkum orSum, enda eru
þetta slanguryrSi, sem skjóta upp kollinum og hverfa oftast aftur jafnskyndilega
og þeim skaut upp. Enda þótt orSin skutla og skvísa hafi komizt á kreik á
síSasta áratug — og tæplega þaS — um stelpur eSa stelpugopa, þá sé ég ekki,
hver nauSur rekur höfunda almennra orSabóka til aS gera þessum orSum svo
hátt undir höfSi aS tryggja þeim sess í bókum sínum. En bæSi þessi orS tróna
í Vb. Almenningur hlýtur aS draga þá ályktun af þessu, aS téS orS — og ýmis
fleiri lítt æskileg í íslenzkri tungu — liafi hlotiS viSurkenningu orSabókarhöf-
undanna.
En hver segir, aS þessum dægurflugum verSi auSiS langra lífdaga í íslenzkri
tungu? Á meSan viS vitum ekkert um þaS, held ég, aS hezt sé aS láta þá, sem
lítt liirSa um sitt móSurmál, hafa slík orS fyrir sig. Ilitt er svo annaS mál, aS
flest þau orS, sem ég hef vikiS hér aS, mumi liljóta sess í liinni sögulegu orSa-