Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 127
RITFREGNIR
125
skilgreint eftir þeiin stöðum, sem í er vitnað. Ekki veit ég, hversu algengar
þessar merkingar eru þar eystra, en hugboð hef ég um, að þær séu ekki al-
mennar. Þar sem ég þekki aðra merkingu í þessum orðum þaðan að austan og
hana vantar alveg um sagnorðið og aðeins eitt dæmi er um nafnorðið í O. H.
af Austfjörðum, vil ég minnast á hana á þessum stað. I V.-Skaft. er hlýka haft
um það að hlýja og hlýkun um hlýju.
Ég hef hér að framan minnzt á allmörg orð, sem hefðu að mínum dómi vel
mátt bíða annarrar og stærri orðabókar. Það rými, sem hefði sparazt við það,
hefði síðan mátt nota fyrir önnur orð, sem ég sakna í Vb. og ég tel ekki síður
eiga heima þar en hin. Mór er að vísu ljóst, að „sá á kvölina, sem á völina“,
og alltaf má deila um það, hvað taka eigi með og hvað ekki. Samt ætla ég að
minnast á allmörg orð, sem ég hefði talið æskilegt að taka með. Undir orðinu
ábyrgð eru margs konar samsetningar, en ég hefði talið sjálfsagt, að orðið
ábyrgðarpóstur hefði flotið með, jafnalgengt og það er í máli póstmanna um
ákveðna tegund póstsendingar. — I Vb. er orðið aðaldrifjjöður undir liðnum
aðal-. Aftur á móti hefur sézt yfir að hafa orðið drifjjöður á sínum stað, svo
að það vantar með öllu. Um duglegan mann og framkvæmdasaman er oft sagt:
Hann er mesta drijjjöður. — I Vb. er ajdalajörð. Þar hefði að sjálfsögðu átt
að koma næst á eftir orðið ajdalakot, en það vantar.
Nokkuð virðast þeir orðabókarhöfundar bindindissamir. I Bl. er orðið
ájengisáhrij. Hins vegar er þar ekki áhrij í sömu merkingu, og þess hefur ekki
verið gætt að hæta úr því í Vb. Af þeim sökum vantar með öllu orðasambandið
að vera undir áhrijum, svo algengt sem það er í málinu. I þessu sambandi vil
ég geta þess, að í Vb. eru ekki orðin einfaldur og tvöjaldur sjúss og þá vita-
skuld ekki orðasamböndin að fá sér einn einfaldan eða tvöfaldan. Aftur á móti
sé ég, að lo. dopull er lekið úr riti: dopult brennivínsstaup. Eg efast um, að
það sé algengt mál nú orðið, en það þekkist vissulega vel enn.
Ur því að ég minnist á þessi orð, vil ég bæta nokkrum við. I Vb. er lo. léttur
(pop.) pávirket. Hér hefði verið eðlilegt að taka með að já sér einn léttan,
þ. e. ‘daufa áfengisblöndu’. Þá hef ég nú á síðustu árum heyrt menn tala um
einn laujléttan, en ég er ekki viss um, að það sé algengt mál. — í Vh. er aj-
mœliskringla, en livers vegna ekki ajmœlistertal Er það áreiðanlega miklu al-
gengari samsetning. — Ég held orð eins og áfrýjunardómslóll og áfrýjunar-
réttur séu vel þekkt lagamál. Þau hljóta því að komast í orðabækur, þó að
síðar verði. — I Vb. er áliorjendasvœði, en líka hefði mátt fljóta með áhorj-
cndahópur og ekki síður en áheyrendahópur, sem er í Vb. — í Vb. er undir
andskoti orðasambandið: Éttu þá andskotann og eld við! og tekið úr hók eins
rithöfundar okkar. Ég játa, að ég þekki þetta orðasamband ekki, en aftur
annað, sem ég hef haldið nokkuð algengt skammaryrði, þ. e. að éta andskotann
upp úr súru. Þetta orðasamband er þarna ekki. — Undir samsetningarliðnum