Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 129

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 129
RITFREGNIR 127 stungubœkur. Er það heldur hvimleið þýðing á danska heitinu indstiksbog. Þessar innstungubækur eru mjög oft kallaðar frímerkjabœkur meðal safnar- anna, og fer vel á því. Hins vegar eru þær hækur, þar sem menn koma upp söfnum sínum, venjulegast kallaðar frímerkjaalbúm. Enda þótt innstungubók sé ekki skemmtilegt orð, er það mikið notað í hópi frímerkjasafnara. Verður þess vegna óhjákvæmilega að taka það með, þegar frímerkjamál verður athug- að og samræmt, en nauðsyn ber til þess, ekki síður en í mörgum öðrum grein- um. Er ekki nema vonlegt, að innstungubók vanti í Vb. Enda þótt ég viti vel, að ekki sé unnt að taka nema lítinn hluta af samsettum orðum í Vb., held ég, að fleiri samsetningar hefðu átt að koma hér úr frímerkjamáli en raun ber vitni. Eru t. d. allar þær samsetningar, sem ég hef minnzt á, miklu algengari en orðið frímerkjafrœðingur, sem er í Vb. En vitaskuld verður valið á milli oft matsatriði. Ekki skil ég, livers vegna skólaslanguryrðið gaggó ‘gagnfræðaskóli’ er tekið í Vb., en sleppt Mcnntó, Kvennó og Verzló. Eiga hin síðarnefndu sama rétt og hið fyrstnefnda urn inngöngu í Vb. að mínum dómi. — I Vb. er orðið hand- dœla, en þar mætli einnig vera fótdœla, því að slík dæla mun ekki síður algeng meðal hifreiðaeigenda en hinar eldri handdælur. — I samsetningum með híbýla- sakna ég orða eins og liíbýlafrœði og híbýlafrœðingur, sem eru orðin vel þekkt í málinu á síðustu áratugum. — Þá tel ég, að í Vb. ættu að vera orð eins og hitaveitustjóri og vatnsveitustjóri (og jafnvel hagsýslustjóri), úr því að þar er raforkumálastjóri. Þar sem í Vb. er orðið hnésnjór, hefði hnévatn einnig átt að fljóta með. Og einkennilegt er, að holdanaut skyldi hafa sloppið úr greipum orðabókarhöf- undanna, úr því að þeir handsömuðu holdagripinnl Það er næsta einkennileg tilviljun, að orðið rafmagnsmaður hefur aldrei komizt í orðabækur. Er það þó allvel þekkt orð meðal almennings og ekki sfður nolað en orðið rafvirki, sem komst þegar inn í viðauka Bl. Ekki þori ég að fullyrða á þessu stigi málsins, livort orðið muni eldra, en ekki þætti mér ólíklegt, að rafmagnsmaður væri eldra orð. — Undarlegt má og þykja, að orðið ríkisstarfsmaður skuli hafa fallið niður, jafnalgengt og það er. Hefði það frek- ar átt hér heima en ríkisgröf og ríkistízka. í Bl. er engin samsetning af orðinu röntgen. I Vb. eru þær sjö. Er þetta eitt dæmi af mörgum um áhrif tækniþróunar á málið á undanförnum áratugum. Eg get svo bælt við tveimur samsetningum, sem hefðu skilyrðislaust átt að fljóta með. Eru það orðin röntgenlœknir og röntgendeild. Undarlegt mun það þykja, að í Bl. og Vb. vantar orðin sálufélag og sálu- félagi, þar sem þau eru bæði vel þekkt um félagsskap, þar sem félagar eru sama sinnis eða andlega skyldir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.