Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 2
Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins
1955.
Forseti: Bogi Ólafsson, yfirkennari.
Varaforseti: Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
Meðstjúrnendur: Guðni Jónsson, mag. art., skólastjóri.
Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur.
Þorkell Jóhannesson, dr. phil., prófessor.
Orðsending til félagsmanna.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins vill
vekja athygli félagsmanna á þvi, að enn er hægt að fá eldri
félagsbækur á ótrúlega lágu verði, miðað við núverandi
bókaverð. Ættu félagsmenn að athuga hvort þá t. d. vantar
ekki inn í bókaflokkana íslenzk úrvalsrit, Lönd og lýðir,
eða árganga i Andvara og Almanakið.
Verð félagsbókanna frá 1943 er sem hér segir:
Árbækur 1943: 4 bækur fyrir kr. 20.00. Árbækur 1944—
1949, 5 bækur hvert ár, fyrir kr. 30.00 á ári. 1950, 5 bækur
fyrir kr. 36.00, 1951, 5 bækur fyrir kr. 50.00, 1952, 5 bækur
fyrir kr. 55.00, 1953, 5 bækur fyrir kr. .55.00 og 1954 5 bækur
fyrir kr. 60.00.
Meðal þessara bóka eru hinar vinsælu og vönduðu land-
fræðibækur í flokknum „Lönd og lýðir“ um Noreg, Svíþjóð,
Danmörku, Indíalönd, Suðurlönd og Bandarikin. Úrvai
ljóða, m. a. eftir Bólu-Hjálmar, Hannes Hafstein, Matthías,
Grim Thomsen, Kristján Fjallaskáld o. fl., að ógleymdum
Alþingisrímunum, myndskreyttar útgáfur af Njáls sögu,
Egils sögu og Heimskringlu, úrvals skáldsögur og smá-
sagnasöfn, Andvari, Almanakið o. fl.
Margar þessara bóka fást í bandi gegn vægu aukagjaldi.
Að sjálfsögðu er hægt að panta einstakar bækur úr hverj-
um árgangi. Mega sumar heita á þrotum, og vill þvi út-
gáfan benda félagsmönnum og öðrum, er vildu eignast
þessar ódýru og góðu bækur, á að draga ekki að kaupa þær.
Sendum gegn póstkröfu.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.