Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 128
Starfsemi Skógræktar ríkisins beindist aðallega að
því fyrstu árin að girða gömul skóglendi. Hefur
skógrcektin nú alls girt um 25 000 ha lands með 260
km löngum girðingum, en skógi eða kjarri vaxið land
innan girðinganna er aðeins um 3 500 ha, sakir þess
að víða hefur örfoka land eða lítt gróið verið tekið
inn í girðingarnar. Langstærsta girðingin er um
Þjórsárdal, 35 km, en land innan hennar er um
12 000 ha; þar næst er Þórsmerkurgirðingin, 17 km,
og landstærð 4 000 ha.
Síðustu 20 árin hefur starfsemin mest miðast við
innflutning og ræktun erlendra trjátegunda, aðaliega
barrtrjáa. Hefur fræ verið flutt inn frá Alaska,
Síberiu, Rússlandi, Noregi og fleiri löndum. Fræinu
er sáð i gróðrarstöðvum Skógræktar ríkisins að
Hallormsstað, Yöglum, Tumastöðum, Laugabrekku
og Jafnaskarði. Árið 1954 var sáð 170 kg af fræi af
ýmsum trjátegundum og afhentar 650 000 plöntur, en
árið 1949 var sáð 100 kg af fræi og afhentar 138 000
plöntur úr gróðrarstöðvunum. Skógræktarfélög og
einstakiingar sá einnig talsverðu magni af trjáfræi
árlega.
Skógrækt ríkisins hefur á undanförnum 5 árum
látið gróðursetja og aðstoðað við gróðursetningu á
um 120 000 plöntum að meðaltali á ári, en mestur
hlutinn af þeim plöntum, sem ræktaðar eru í gróðr-
arstöðvunum, eru seldar skógræktarfélögunum og
einstaklingum.
Gróðursetningin hefur verið aðallega í skóglendin
á Hallormsstað, Vöglum, Jafnaskarði, Norðtungu,
Stálpastöðum, Laugarvatni, Skarfanesi og Haukadal.
Þær tegundir, sem mest hefur verið gróðursett af,
eru skógarfura, lerki, sitkagreni og rauðgreni. Lerkið
er aðallega gróðursett austan- og norðanlands, sitka-
greni sunnanlands, skógarfura vestan- og norðan-
lands og rauðgrenið að meira eða minna leyti í öllum
landsfjórðungum. Af öðrum trjátegundum, sem gróður-
(126)