Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 132
Sjö nýjar aukafélagsbækur.
Aukafélagsbækur Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafé-
lagsins hafa aldrei verið eins vandaðar og margar sem í ár. Þessar
bækur fá félagsmenn við 20—30% lægra verði en utanfélagsmenn.
Saga íslendinga, 8. bindi, 1.
Jónas Jónsson skólastjóri hefur skrifað þetta bindi, sem fjallar
uin tímabilið 1830—1874. Bókin er lifandi saga eins merkilegasta
tímabils íslandssögunnar, rituð af hinni alkunnu frásagnarlist
þessa þjóðkunna ritsnillings.
Tryggvi Gunnarsson, 1. bindi.
Tryggvi Gunnarsson er tvímælalaust einn fjölhæfasti og at-
orkusamasti framfaramaður, sem þessi þjóð hefur átt. Hefur nú
einn viðurkenndasti fræðimaður þjóðarinnar, dr. Þorkell Jóhann-
esson, ritað ævisögu þessa merka manns, og verður hún þrjú
myndarleg bindi. Þetta fyrsta bindi ber undirtitilinn: Bóndi og
timburmaður.
Heimsbókmenntasaga, fyrri hluti.
Höfundur bókarinnar er Kristmann Guðmundsson rithöfundur.
Er þetta stórfróðleg bók og nauðsynleg öllum, er kynnast vilja
öndvegishöfundum annarra þjóða og bókmenntastefnum.
Frásagnir
heitir ný bók eftir Árna Óla, ritstjóra. Fyrri bækur hans hafa
orðið vinsælar og víðlesnar, enda er höfundi mjög lagið að segja
frá atburðum á ljósan og lifandi hátt.
íslenzkar dulsagnir, 2. bindi.
í fyrra kom út 1. bindi af íslenzkum dulsögnum eftir hinn
kunna fræðaþul Óskar Clausen. Hlaut þessi bók afbragðsgóðar
viðtökur og var því ráðið að gefa út 2. bindi dulsagnanna. Eru í
þessu síðara bindi, sem í hinu fyrra, margar stórmerkar frásagnir
af dulrænni reynslu manna og kveuna.
Undraheimur dýranna.
Bók þessi er afburða skemmtileg og fróðleg og skýrir frá ýms-
um furðulegum fyrirbærum í dýraríkinu og náttúrunni. Höfund-
urinn er kunnur brezkur náttúrufræðingur, Maurice Burton, en
þýðendur þeir dr. Broddi Jóhannesson og Guðmundur Þorláksson
magister.
Smíðar og bókband.
Fram til þessa hefur verið tilfinnanlegur skortur á handbókum
til leiðbeiningar og sjálfsnáms í ýmsum iðngreinum. Má því ætla,
að bók Guðmundar Frímanns, Smíðar og bókband, komi í góðar
þarfir. Er bókin hin vandaðasta og ineð fjölda skýringarmynda.
Eignizt þessar fróðlegu, gagnlegu og skemmtilegu bækur.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.