Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 32
á við og inn á við og aðskilur lítt herbergi og ganga.
í öllu þessu er hann þó mikill listamaður og margar
þær leiðir, sem hann hefur farið og þóttu litt færar
í fyrstu, eru nú upp teknar og viðurkenndar. En
kuldaleg eru hús hans oftast að ytra svipmóti, fábreytt
í línum og algerlega laus við rómantik.
Líkt og Frank Lloyd Wright hefur Le Corbusier
verið heiðraður fyrir störf sin í mörgum löndum, en
utan Evrópu hefur áhrifa af verkum hans gætt mest
í ýmsum ríkjum Suður-Ameríku, sérstaklega Brasilíu.
Sambýlishús það hið mikla, sem nú er í smíðum
í Marseille i Frakklandi, mun sennilega frægast af
verkum Le Corbusiers, þótt ekki sé enn fullgert. Hús
þetta er búið að vera allmörg ár í smiðum og mjög
um deilt. Það er hið merkilegasta á margan hátt og
mun Le Corbusier liafa ætlað að sýna þar, hvernig
gera skuli „vél til íbúðar“.
Það hefur verið sagt um verk þeirra Frank Lloyd
Wrights og Le Corbusiers, að annan geti enginn stælt,
en allir liinn. Báðir hafa þeir haft djúp áhrif á samtið
sina og gera má ráð fyrir, að þau áhrif verði vaxandi
í framtiðinni, þótt nöfn þeirra kunni að fyrnast.
Þórir Baldvinsson.
Árbók íslands 1954.
Árferði. Þorri var mildur, en talsverðir snjóar voru
á góu. Einmánuður var mildur, en umhleypinga-
samur, og um vorið var tið með afbrigðum góð viðast
hvar á landinu. Sláttur hófst óvenjulega snemma.
Miklir óþurrkar voru fyrri hluta sumars, svo að hey
hröktust víða. Síðari hluta sumars var tíð nokkru
betri, einkum sunnanlands. Seint í september gerði
milcið kuldakast. Snjóaði þá i byggð um land allt, og
fjallvegir urðu ófærir víða norðan- og austanlands.
(30)