Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 98
um að ræða hina lyrstu stórfelldu tilraun íslenzkra
bænda til þess að taka verzlun sína í sínar eigin
hendur. Þegar skráð er saga íslenzkra samvinnu-
félaga, ætti fyrsti þáttur hennar, og eigi sá miniiaíi
né ómerkasti, að fjalla um Gránufélagið og undan-
fara þess, gömlu verzlunarfélögin. Þetta hefur Arnór
Sigurjónsson reyndar gert í gagnmerku riti um sam-
vinnufélögin 100 ára, er út kom 1944, en að þvi er
Gránufélagið varðar er þar allt of fljótt yfir sögu
farið. Sá misskilningur hefur verið ríkjandi hér og
eigi síður meðal samvinnumanna en annarra, að
fyrstu reglulegu verzlunarfélögin, Gránufélagið og
Verzlunarfélagið við Húnaflóa, er hófst um likt leyti,
hafi verið annars eðlis en kaupfélög þau, sem hér
risu á legg upp úr 1880, svo sem kaupfélag Þing-
eyinga, sem venja er að kalla fyrsta kaupfélag á ís-
landi. Menn hafa látið það villa sig, að Gránufélagið
var upphaflega stofnað sem „hlutafélag“, en i raun-
inni átti það harla litið skylt við hlutafélög í venju-
legum skilningi. Á þessum árum var miklum örðug-
leikum bundið að fá peningalán. Þvi var hér sá
háttur hafður að safna smáum upphæðum, fyrst um
Eyjafjörð og Suður-Þingeyjarsýslu, til kaupa og út-
búnaðar á skipi félagsins, en síðar um Múlasýslur og
Skagafjörð, til þess að koma þar upp verzlunarstöð-
um. Þótt framlög þessi væri hlutir kallaðir, voru
þeir i rauninni aðeins framlög einstakra manna til
þess að bæta úr stofn- og veltufjárþörf félagsins, á
borð við stofnsjóði kaupfélaganna síðar. Stóð og
félagið öllum opið og hlutaeignin veitti í reyndinni
engin sérréttindi. Að visu var gert ráð fyrir, að hlut-
hafar fengi rentur af fé þessu, en misbrestur þótti á
því verða. Fór og svo, að framlag félagsmanna hrökk
ekki til, er félagið setti á stofn verzlanir á mörgum
stöðum, keypti hús og byggði, og þvi siður var veltu-
fé fyrir hendi svo nokkru næmi. En ofan á þetta
bættist, að félag'smenn gátu ekki staðið í skilum og
(96)