Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 107
upp úr 1880, og einkum þó á síðasta tugi aldarinnar,
enda hefjast þá undir aldarlokin hinar fyrstu gagn-
gerðu tilraunir til trjáræktar og verndar skógargróðri
landsins. Þessum verkum fylgdi Tryggvi eftir með
miklum áhuga. Eins og kunnugt er var Alþingishúsið
reist á árunum 1880—1881. Þótti i mikið ráðizt og
ærnu fé eytt til þeirrar framkvæmdar. Er helzt að
sjá, að landstjórnarmenn hafi þótzt oftaka sig á verki
þessu, því að 12 árum siðar var svo ástatt kringum
þessa veglegu byggingu, að þar lágu hrúgur af grjót-
rusli á við og dreif, er enginn hafði hirðu á að færa
á brott. Skúrgarmur hékk þar og uppi frá þeim tima,
er verið var að reisa húsið, en í einu horni lóðarinnar
var allmikil tjörn. Þegar Tryggvi fluttist til Reykja-
víkur, gaf honum hér á að líta. Beitti hann sér þá
fyrir því, að lagað yrði til á Alþingishússlóðinni.
Hófst sú vinna 1894, og á hinum næstu árum kom
hann upp fögrum skrúðgarði, þar sem áður var forar-
díki og' grjótruðningur. Við þetta verk lagði hann
svo mikla rækt allt frá upphafi og til hins síðasta,
að mælt var, að naumast liði sá dagur sumarlangt,
er hann var heima, að eigi dveldist hann lengur eða
slcemur í Alþingishússgarðinum, en hér reis undan
handarjaðri hans einn blómlegasti og fegursti skrúð-
garður i Reykjavík. Svo nátengdur var þessi fagri
garður Tryggva, að þegar hann var andaður, þótti
bezt við eiga að jarðsetja hann þar. Og þar hvilir
hann nú í skjóli trjánna, sem hann gróðursetti og
annaðist af svo mikilli tryggð og nákvæmni. Annar
vottur um áhuga hans á skógrækt og gróðurvernd
er sá, að hann gaf Ungmennafélagi íslands væna
skák úr landi jarðarinnar Öndverðarness í Grímsnesi,
Þrastaskóg við Sog. Hér er hraun skógi vaxið og
liggur fagurlega við Sogið og Álftavatn, einn hinn
fegursti blettur sem hugsazt getur. Enn hefur Ung-
mennafélag íslands lítið gert fyrir Þrastaskóg, annað
en að friða hann. Sá tími mun þó áreiðanlega koma
(105)