Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 35
þjóðarinnar. Nýbýlastjórn samþykkti stofnun 46 ný-
býla (árið áður 84) og ákveðið var að endurbyggja
15 jarðir, er komnar voru í eyði (árið áður 35). Unnið
var að sömu átta nýbýlahverfunum og árið áður,
og auk þess voru hafnar framkvæmdir á hinu niunda,
á Ketilsstöðum á Völlum. Mikið var unnið að sand-
græðslu. Var m. a. gerð 40 kílómetra löng sand-
græðslugirðing á Hólssandi til varnar jörðum i ofan-
verðum Öxarfirði. Skógrækt ríkisins fékk trjáfræ frá
Klettafjöllum og Síberíu. Skógræktarfélag Árnessýslu
keypti Snæfoksstaði í Grímsnesi til að koma þar upp
skógræktarsvæði. Kornuppskera var góð. Kartöflu-
uppskera varð um 80,000 tunnur, og var það mun
minna en undanfarin ár. Kartöflur stórskemmdust
víða á landinu, einkum norðanlands, í frosthörkunum
í septemberlok. Kartöfluhnúðorma varð viða vart,
einkum á Suðurlandi, en einnig í Eyjafirði. Fram-
leiðsla grænmetis i gróðurhúsum var nokkru minni
en árið áður, en sala gekk betur. Haldið var áfram
tilraunum með ræktun við rafljós í Garðyrkjuskól-
anum á Reykjum í Ölfusi. Berjaspretta var misjöfn,
ágæt á Vestfjörðum, en brást sums staðar, t. d. í
Þingeyjarsýslu. — Sauðfé landsmanna fjölgaði ört.
Enn varð garnaveiki vart, og mæðiveiki varð vart á
nokkrum stöðum á Fellsströnd, í Hvammssveit og í
Hjaltadal. Var af þeim sökum fargað öllu fé á nokkr-
um bæjum. Fjárskiptum lauk um haustið, og höfðu
hin skipulögðu fjárskipti þá staðið i 11 ár. Var alls
fargað um 280,000 fjár vegna fjárskiptanna, og um
200,000 liflömb voru flutt á svæði þau, er niður-
skurður fór fram á. Árið 1954 voru 12—13,000 líflömb
flutt á fjárskiptasvæðin. Voru um 9,000 lömb frá
Vestfjörðum flutt til Rangárvallasýslu (austan Ytri-
Rangár), Ölfuss, Þingvallasveitar, Mosfellssveitar og
Suðurnesja. 1,200 lömb voru flutt úr Borgarfirði til
Kjalarness, Kjósar og Grafnings. 2,000 lömb voru flutt
af Síðu til Mýrdals og svæðisins milli Þjórsár og
(33) 2