Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 41
síðari öldum og margt smágripa frá ýmsum timum.
Kannaðar voru undirstöður eldri kirkna á staðnum.
Fulltrúar erlendra ríkja. E. B. Lawson, sendiherra
Bandarikjanna lét af störfum i april, en síðar á árinu
var J. J. Muccio skipaður sendiherra Bandaríkjanna
á íslandi. Afhenti hann forseta Islands skilríki sin
12. okt. Nýr sendiherra Rússa á Islandi, P. K. Ermo-
shin, afhenti forseta ísl. skilríki sin 11. maí. Nýr sendi-
herra Pólverja, St. Antczak, afhenti skilríki sín 9. júli
(aðsetur í Osló). G. Jaccard, nýr sendiherra Sviss-
lendinga, afhenti skilriki sin 14. júlí (aðsetur í Osló).
Dr. D. U. Stikker, nýr sendiherra Hollendinga, af-
henti skilríki sín 21. júli (aðsetur í London). Nýr
sendiherra Kanada, Ch. Ronning, afhenti skilriki sín
22. júlí (aðsetur i Osló).
20. febr. var Baldur Ólafss. viðurk. vararæðism.
Norðmanna i Vestmannaeyjum. 1. júlí lét Eiríkur
Leifsson af störfum sem aðalræðismaður Finna i Rvik,
en við tók Eggert Kristjánsson (28. júlí). 1. sept. var
H. Briickner viðurkenndur vararæðismaður Vestur-
Þýzkalands í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skafta-
fellss. (aðsetur á Hellu). 1. sept. var K. Sonnenfeld
viðurkenndur vararæðism. V.-Þýzkal. i Eyjafjarðar-
sýslu og Suður-Þingeyjarsýslu (aðsetur á Akureyri).
Handritamálið. í márz lagði danska stjórnin fram
tillögur um lausn handritamálsins. Miðuðu þær að
sameign íslendinga og Dana á handritunum. íslenzk
stjórnarvöld töldu þetta tilboð óaðgengilegt og vísuðu
því á bug.
Heilsufar. Allmagnaður paratyfusfaraldur kom upp
á Seltjarnarnesi í april, en breiddist lítið út þaðan.
Mislingar gengu viða um land siðari hluta árs og
einnig rauðir hundar og hettusótt. Krabbameinsfélag
íslands hélt uppi rannsóknum meðal almennings til
að finna krabbameinssjúklinga. Voru rúmlega 900
menn rannsakaðir á þennan hátt. Iæirbaðalækningum
var haldið áfram í Hveragerði, og var aðsókn mikil.
(39)