Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 97
formenn slíkra samtaka leituðu íyrir sér vegna sinna
manna um hagkvæinust kjör hjá kaupmönnum, sem
til greina komu, og að gerðum samningi verzluðu
félagsmenn síðan við þann kaupmanninn, er bauð
hagkvæmust kjörin. Gekk á ýmsu um samtök þessi,
eftir því sem forustan gafst. í Þingeyjarsýslu tíðkuðust
þau lengi, enda urðu þau einn þáttur í starfi búnaðar-
félagsins, er það hófst 1854. Og fyrsta afrek sitt, sem
landfleygt varð, vann Tryggvi Gunnarsson í þágu
verzlunarfélags Grýtubakkahrepps 1858, er hann reið
suður í Reykjavík, gerði verzlunarsamning við kaup-
menn þar og flutti síðan kaupeyri bænda á litlu þil-
skipi suður og vörur frá kaupmönnum aftur norður
í Eyjafjörð. Er sú saga mörgum kunn. Siðar, upp úr
1860, átti hann mikinn þátt i því að efla þessi verzl-
unarsamtök. En i utanför sinni gerði hann sér ljóst,
að slik samtök sem þessi kæmi varla að hálfu gagni.
Hér þurfti að stíga feti framar, stofna öflugt fétag,
sem eignaðist skip og keypti sjálft og seldi vörur
sínar. Hér hillir undir stærsta atburðinn í verzlunar-
sögu Islands frá því er verzlunin var frjáls gefin
1855: Stofnun Gránufélagsins.
IX.
Gránufélagið var stofnað í janúar 1869 og stóðu
að því bændur úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum,
undir forustu síra Arnljóts Ólafssonar á Bægisá og
Tryggva Gunnarssonar. Var hér fyrst um að ræða
kaup á skipi, Gránu, er haft yrði til vöruflutninga á
vegum félagsins. Dráttur varð á því, að skipið yrði
gert haffært, en fyrstu ferð sína fór það til Dan-
merkur haustið 1870. Eftir nýár 1871 var ráðið, að
Tryggvi Gunnarsson færi til Kaupmannahafnar og
keypti vörur í skipið vegna félagsins. Má svo kalla,
að félagið hefji þá starfsemi sina.
Saga Gránufélagsins hefur enn eigi skráð verið,
og engi er þess kostur að rekja liana nú. Er hér þó
(95)