Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 68
inu allt til Reykjavíkur, og fuglar í nánd við ána
lömuðust eða drápust. 2. okt. gekk ofviðri yfir Suður-
land og olli nokkru tjóni, aðallega í Rangárvalla-
sýslu. 7.—9. okt. ollu stórviðri tjóni á Suðvesturlandi.
4. og 5. nóv. olli ofviðri nokkru tjóni sums staðar á
Norðurlandi, einkum í Ólafsfirði. 8. nóv. gekk ofviðri
jdir Suður- og Suðvesturland og olli víða tjóni á
mannvirkjum, og fé fórst allvíða. 15. nóv. olli rok
skemmdum allvíða, t. d. stórskemmdist sundhöllin
í Borgarnesi, er var hálfgerð. Skemmdir urðu þá
víðar á Suðvesturlandi, og skriður féllu í Hvalfirði.
Jarðskjálfta varð allmjög vart á árinu. í júli og
ágúst fundust smákippir allvíða um land. 1. sept.
fundust allsnarpir kippir á Siglufirði. 14. og 15. sept.
varð jarðskjálfta vart i Grindavík. 29. og 30. okt. varð
jarðskjálfta vart víða um Suðvesturland, og voru
kippirnir snarpastir í Hveragerði. — Jarðskjálfta-
mælum var komið fyrir á Akureyri.
Mikið kvað enn að náttúrurannsóknum. Tóku
nokkrir erlendir vísindamenn þátt i þeim. Rannsökuð
var segulmögnun berglaga i landinu, og unnið var
að gerð jarðvegskorta á Suðurlandi. Hafin var brún-
kolavinnsla á Tindum á Skarðsströnd. Haldið var
áfram borunum á Námaskarði, og þar voru sett upp
tilraunatæki til brennisteinsvinnslu. Athuguð voru
skilyrði til alúmínum- og klórvinnslu hér á landi.
Mikið af biksteini fannst á Kaldadal. Haldið var áfram
mælingum á fallvötnum. Haf- og fiskirannsóknir
voru með svipuðum hætti og á undanförnum árum.
Nö)rræn samvinna. Forseti íslands og frú hans fóru
í april i opinbera heimsókn til Norðurlanda, og var
utanrikisráðherra með i förinni.
Islenzk listsýning var haldin í Kaupmannahöfn i
apríl og var hún síðar flutt til Árósa. Sænskt kvik-
myndafélag gerði kvikmynd eftir skáldsögu H. K.
Laxness, Sölku Völku, og dvöldust margir sænskir
leikarar hér á landi um vorið við kvikmyndatöku,
(66)