Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 83
arfjörð hjá Borgarnesi. Frá simstöðinni í Reykjavik
var lagður jarðsími út úr bænum. Umbætur voru
víða gerðar á jarðsímalínum. Fjölsímasambandi var
komið á milli Sauðárkróks og Varmahliðar, og hafinn
var undirbúningur að lagningu 16 rása fjölsima milli
Hrútafjarðar og Akureyrar. Var í því sambandi reist
magnarahús í Varmahlíð. Notendasimar voru lagðir
á allmarga sveitabæi, t. d. á bæi í innanverðum
Svarfaðardal. Hafa nú um 80% allra sveitabæja í
landinu síma. Alls eru símar í landinu um 25,000.
Talstöðvar voru settar í allmarga báta. í sambandi
við loftskeytastöðina í Rvík var reist fjarstýrð radió-
sendistöð í Grindavík til bættrar þjónustu við skip
við Suðurland. Vegna alþjóðaradíóflugþjónustu var
nýtt radíósendistöðvarhús reist á Rjúpnahæð við
Rvík. í tilraunaskyni var komið á últrastuttbylgju-
sambandi milli Rvikur og Hornafjarðar, og er þetta
undirbúningur að þvi að koma á talsambandi á últra-
stuttbylgjum milli Rvíkur og Austfjarða.
Unnið var að vegagerð og viðhaldi vega á líkan
hátt og að undanförnu. Hafin var vegagerð fyrir
Ólafsfjarðarmúla. Mikið var unnið að vegagerð á
Vestfjörðum, m. a. á Klettshálsi, Þingmannaheiði,
Hvallátravegi í Rauðasandshreppi, Ketildalavegi í
Arnarfirði og Inn-Dýrafjarðarvegi. Á Suðurlandi var
m. a. hafin lagning hins nýja Suðurnesjavegar ofan
við Hafnarfjörð. Margar brýr voru byggðar á árinu,
t. d. á Reykjadalsá, Svínadalsá, Fagradalsá og Þurá
í Dalasýslu, Urriðalæk i Skagafirði og Skaftafellsá í
Oræfum.
Verzlun. Bandarikin voru mesta viðskiptalafld ís-
lendinga eins og árið áður. Viðskipti við Sovétsam-
bandið jukust mjög.
Andvirði innflutts varnings frá Bandaríkjunum nam
228,8 millj. kr. (árið áður 294,9 miilj. kr.), frá Sovét-1
sambandinu 131,9 millj. kr. (órið áður 25,9 millj. kr.),
frá Bretlandi 129,3 millj. kr. (árið áður 128 millj. kr.),
(81)