Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 42
Hervarnir. Framan af ári stóðu yfir samningar
milli islenzkra og bandarískra stjórnarvalda um
endurskoðun herverndarsamningsins frá 1951. Var
samkomulag um þetta birt 26. maí. Voru ýmsar breyt-
ingar gerðar á samningnum, t. d. um að íslenzkir
verktakar skyldu annast flestar framkvæmdir á
Keflavíkurflugvelli.
Hrakningar. Á þorranum lenti Sumarliði Jakobsson
á Hafþórsstöðum i Norðurárdal i Mýrasýslu i hrakn-
ingum á Norðurá. Var hann ásamt öðrum manni að
flytja mjólk á báti yfir ána, er báturinn lenti í is-
hrafli og stöðvaðist. Komst hinn maðurinn nauðulega
til lands með því að skriða yfir ishraflið á árunum,
en bátinn með Sumarliða rak langt niður ána. Gat
maðurinn látið hund Sumarliða brjótast yfir íshraflið
með seglgarnshönk. Gat Sumarliði þá dregið til sín
kaðal, og var báturinn siðan dreginn að landi. Hafði
Sumarliði þá dvalizt 8 stundir i bátnum. — 31. jan.
skall á ofsarok i Ólafsvik. Slitnaði þá bátur frá
bryggju, og var einn maður innanborðs. Sökk bát-
urinn á grynningum, en manninum, Þórði Halldórs-
syni, sem hafði bundið sig við reiðann, var bjargað
eftir langa vosbúð. 11. apríl sökk vélbátur við Vest-
mannaeyjar, og björguðust skipverjar, 8 að tölu, í
gúmmíbát. Var þeim bjargað eftir sólarhrings
hrakninga.
Iðnaður. Afkoma iðnaðar á árinu var fremur góð,
þrátt fyrir samkeppni við erlendan iðnvarning. Toll-
ar voru lækkaðir á ýmsum efnivörum til iðnaðar.
Sparifjárinnstæður Iðnaðarbankans hækkuðu á árinu
úr 14 millj. kr. i 28 millj. kr. Iðnaðarmálastofnun
íslands hóf útgáfu nýs tímarits, „Iðnaðarmál“. ■
Áburðarverksmiðja í Gufunesi tók til starfa. Var
fyrsti sekkurinn með íslenzkum áburði fylltur 7. marz.
Verksmiðjan var vígð með hátíðlegri athöfn 22. mai.
Hafnar voru framkvæmdir við sementsverksmiðj-
una á Akranesi. Unnið var að byggingu glerverk-
(40)