Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 124
Úr fórum Tryggva Gunnarssonar.
Heilræði.
1. Þrennu verður þú að hafa stjórn á: I.underni
þínu, tungu þinni og hegðun þinni.
2. Þrennt skaltu fyrirlíta: Mannvonzku, öfund og
vanþakklæti.
3. Þrennt skaltu ástunda: Hugrekki, iðni og mann-
kærleika.
4. Þrennt skaltu elska: Sannleika, dyggð og 'rélt-
læti.
5. Þrennu skaltu hafa viðbjóð á: Iðjuleysi, vondum
félagsskap og nautn áfengra drykkja.
6. Þrenns skaltu óska þér: Heilbrigði, góðs lund-
ernis og góðra vina.
Sparsemi.
Það er fleira en peningar, sem menn verða að
spara. Ekki er síður áríðandi að spara krafta sina.
Eins og það er skaði að evða peningum til einskis,
eins er það skaði að eyða kröftum sínum fram yfir
þarfir. Því betur sem menn þekkja það verk, sem
þeir eiga að vinna, og þvi betur sem þeir búa sér í
hendur verkfæri þau, sem þeir ætla að nota, því
léttara gengur vinnan og þvi minna slitna kraftarnir.
Þess vegna er þekking og kunnátta nauðsynleg.
Það er oft hörmung að sjá það, hve margir slíta
kröftum sínum að óþörfu og gera sér verkið erfitt
fvrir óverkhyggni og léleg verkfæri, sem þeir vmist
ekki kunna eða ekki hirða um að búa sér í hendur.
Tveir menn gengu heim að kvöldi dags, báðir voru
allan daginn við sama verk, annar var þreyttur, en
hinn ólúinn. Þó hafði hann unnið meira verk en
(122)