Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 67
7?
Jakob Lilliendahl bókbindari, Akureyri. 26. nóy. 1953
lézt Loftur Þórðarson fyrrv. bóndi og smiður á Bakka,
Austur-Landeyjum, f. 14. júli ’67. 31. des. 1953 lézt af
slysförum Páll B. Guðjónss. bilstjóri, Rvik, f. 20. maí
’IO. 27. des. 1953 lézt Rósa S. Jónsd. ekkjufrú, Helga-
stöðum, Eyjafirði. 11. des. 1953 lézt Sigurjón Árnason
fyrrv. bóndi á Ási, Þelamörk, f. 21. des. ’62. 28. des.
1953 lézt Vigdís Jónsdóttir, ísafirði, f. 23. sept. ’64.
1. jan. 1952 lézt Þóra G. Guðmundsd. (frá Unaðsdal,
Snæfjallaströnd) húsfr. og ættfræðingur, Rvík, f. 4.
des. ’79. Sú villa var í síðustu árbók, að Marín, ekkja
Sigurgeirs Gíslasonar, gjaldkera i Hafnarfirði, var
sögð Gisladóttir, en hún var Jónsdóttir.]
Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbókinni
upplýsingar um mannalát og tilgreina fullt nafn, stétt,
fæðingar- og dánarár og -dag. Utanáskriftin er Árbók
íslands, Sólvallagötu 14, Rvík.
Náttúra landsins. Sólmyrkvi var um ísland 30. júní,
og var almyrkvi í syðstu hlutum landsins. Fór fjöldi
manns úr Rvík og víðar að til Landeyja, Eyjafjalla-
sveitar, Mýrdals og Vestmannaeyja til að sjá almyrkv-
ann. íslenzkir og erlendir vísindamenn störfuðu að
mælingum í sambandi við myrkvann.
Aðfaranótt 5. janúar gekk ofviðri yfir mikinn hluta
landsins og olli það nokkru tjóni á húsum og skipum.
Vikuna 15.—22. febr. ollu stórviðri enn tjóni víða
um land. 6. júli voru miklar rigningar um allt land.
Hljóp þá mikill vöxtur i ár í Skagafirði, og skriður
féllu í Norðurárdal og víðar þar í héraðinu. OIli þetta
tjóni og töfum á samgöngum. Landleiðin milli Reykja-
víkur og Akureyrar tepptist i nokkra daga. Brúin á
Valagilsá hrundi, og ýmsar aðrar skemmdir urðu á
samgönguleiðum. Túnið á Fremri-Kotum eyðilagðist
af skriðum, og víðar i Skagafirði ollu skriður tjóni,
einkum í innanverðri Sæmundarhlið. Eitthvað af bú-
peningi fórst í skriðum þessum og flóðum. 1 júlí kom
hlaup i Skeiðará. Lagði brennisteinssvækju af hlaup-
(65) 3