Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 77
Heildarafli var 387,500 tonn (árið áður 362,700).
Freðfiskur var 179,450 tonn (árið áður 105,900), salt-
fiskur 86,200 tonn (árið áður 95,100), harðfiskur
53,300 tonn (árið áður 79,000), ísfiskur 11,800 tonn
(árið áður 8,200), niðursoðinn fiskur 288 tonn (árið
áður 307).
Síldarvertiðin við Norðurland varð ein hin rýr-
asta í manna minnum. Síldaraflinn var alls 48,500
tonn ( árið áður 69,500). Varðskipið Ægir, sem er
búið asdictækjum, stundaði sildveiðirannsóknir og
fylgdist með síldveiðiflotanum. Togarinn Jörundur
frá Akureyri stundaði um haustið síldveiðar á
Norðursjó fyrir Þýzkalandsmarkað. Síldarverksmiðju-
skipið Hæringur var selt til Noregs. I síldarverk-
smiðjunni á Seyðisfirði voru gerðar tilraunir með nýtt
úðunarefni til að verja síld skemmdum.
Laxveiði var yfirleitt léleg. Ræktun regnbogasil-
unga var haldið áfram í Laxalóni við Grafarholt með
góðum árangri. Nylonnet voru víða tekin í notkun
við lax- og silungsveiði. Mestu laxastigar, sem gerðir
hafa verið hér á landi, voru gerðir i Laxá ytri í
Austur-Húnavatnssýslu.
334 hvalir veiddust á árinu ( árið áður 332). Há-
hyrningar ollu miklu tjóni á netum við Suðvestur-
land. Var fjöldi þeirra drepinn við Suðurnes. Hafnar
voru humraveiðar í allstórum stil frá Eyrarbakka.
Voru þær stundaðar af þremur bátum. Rækjuveiðar
voru nokkuð stundaðar frá Vestfjörðum.
Skipuð var nefnd til að athuga hag togaraútgerðar-
innar. Ákvað ríkisstjórnin síðan að greiða ákveðinn
styrk á hvern úthaldsdag togara. 26 útgerðarmenn
og skipstjórar dvöldust í Þýzkalandi í septemberlok
og októberbyrjun i boði þýzkrar netaverksmiðju. —
Freðfiskur var fluttur út á árinu fyrir 295,3 millj. kr.
(árið áður 210,3 millj. kr.), harðfiskur fyrir 124,7
millj. kr. (árið áður 64,7 millj. kr.), óverkaður salt-
fiskur fyrir 95,4 millj. kr. (árið áður 100,3 millj. kr.),
(75)