Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 106
ásamt fleiri þingeyskum bændum, ásetning og fóður-
skoðun að dagskrármáli í búnaSarfélagi Þingeyinga.
SíSar, er hann var kaupstjóri orðinn og kynntist
búnaSarhögum norðanlands og austan enn betur, varð
honum ljósara en nokkru sinni áður, hvílíkt þjóðar-
böl fellishættan var frá fjárhagslegu sjónarmiði, en
ég ætla, að samúð hans með dýrunum, sem honum
var svo rík í huga, hafi eigi átt minni þátt í því, að
hann hófst beinlínis handa og réð til baráttu fyrir
málstað dýranna og krafðist þess, að það yrði viður-
kennt, að ill meðferð á dýrum væri metin hegningar-
vert athæfi. í Kaupmannahöfn komst hann í kynni
við félagsskap til verndar dýrum og 1885 gaf hann
út á vegum Þjóðvinafélagsins fyrsta hefti af Dýra-
vininum. Þetta rit, sem kom út i 16 heftum, hafði
efalaust stórkostleg áhrif. Það var ákaflega vinsælt,
einkum af ungu fólki og börnum, og ég ætla, að flestir
íslendingar, sem lásu Dýravininn i æsku sinni, muni
sanna það með mér, að áhrifin af þeim lestri hafi
þeim drjúg orðið jafnan siðan. Alltaf geta illir og
óhugnanlegir atburðir gerzt, en mér er nær að ætla,
að óþokkaverk á dýrum, sem þó nokkrum sinnum
hafa komið fyrir á síðari árum, bendi fastlega til
þess, að eigi sé eins vel séð um það að innræta
börnum samúð með dýrum og viðbjóð á niðingsverk-
um gegn þeim eins og fyrrum, meðan við naut áhrif-
anna af dýraverndarstarfi Tryggva Gunnarssonar.
Nátengt þessu var áhugi hans á skógrækt og skrúð-
garðagerð. Tryggva var i blóð borin næm tilfinning
fyrir öllu, sem betur mátti fara í umgengni manna
við hibýli sin, úti og inni. Verður þess snemma vart,
að honum féll illa sóðaskapur og hirðuleysi, hvar sem
slikt kom fram. Náttúrufegurð, hvar og hvernig sem
hún birtist, hafði rík áhrif á hann. Um öndverða daga
hans var sjaldan minnzt á skógrækt eða verndun á
gróðri og nærfellt ekkert gert af opinberri hálfu í
þeim efnum. Nokkur breyting verður samt á þessu
(104)