Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 86
lands), fiskmjöl (til Vestur-Þýzkalands og margra
annarra landa), þorskalýsi (einkum til Bretlands,
Bandaríkjanna og Póllands), síldarlýsi (einkum til
Vestur-Þýzkalands, Noregs og Bretlands), ísfiskur
(til Vestur- og Austur-Þýzkalands), karfamjöl (mest
til Danmerkur), ull (aðallega til Bandarikjanna),
karfalýsi (til Noregs), söltuð matarhrogn (aðallega
til Svíþjóðar), hvallýsi (mest til Hollands), sildar-
mjöl (mest til Hollands og Finnlands), söltuð þunn-
ildi (til Italíu), gærur (einkum til Vestur-Þýzkalands
og Póllands), hvalkjöt (aðallega til Bretlands), freð-
síld (einkum til Póllands), fryst hrogn (aðallega til
Bretlands), söltuð beituhrogn (til Frakklands), garnir
(aðallega til Bretlands), hvalmjöl (mest til írlands),
skinn og húðir (aðallega til Vestur-Þýzkalands),
niðursoðinn fiskur (mest til Danmerkur), gamlir
málmar (aðallega til Bretlands og Belgíu) og loð-
skinn (til Vestur-Þýzkalands og fleiri landa).
íslendingar tóku þátt i vörusýningu í Briissel í
apríl. Gengi íslenzkrar krónu gagnvart Bandaríkja-
dollar og sterlingspundi hélzt óbreytt. Allmiklar breyt-
ingar voru gerðar á tollskrárlögxinum. Hafizt var
handa um sparifjársöfnun skólabarna. Vísitala fram-
færslukostnaðar var 158 stig í ársbyrjun, en 161 stig
í árslok.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun eru
bráðabirgðatölur, sem kunna að breytast litið eitt,
þegar endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.]
Vinnumarkaður. Nokkuð kvað að atvinnuleysi í
sumum kaupstöðum og kauptúnum vestan- og norðan-
lands, og fór allmargt fólk þaðan í atvinnuleit til
Suðvesturlands. Margt íslendinga vann enn á Kefla-
víkurflugvelli. Eftirspurn eftir fólki til landbúnaðar-
starfa var nokkru meiri en áður, en erfitt reyndist
að fullnægja henni. Vegna verkafólkseklu á fiskiflot-
anum var margt færeyskra fiskimanna ráðið á ís-
lenzk skip á vetrarvertiðinni.
(84)