Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 99
félagið varð að standa undir þungum bagga verzlunar-
skulda. Vegna veltufjárskorts frá upphafi varð félagið
að gera samning við stórkaupmenn ytra um vörulán
siðara hluta vetrar, er greiðast skyldi með gjaldvörum
félagsmanna með sumar- og haustskipum. Þetta gekk
allvel fyrstu árin, en brátt fór að þyngja fyrir fæti.
Olli þvi margt, smá óhöpp, verðfall íslenzkrar vöru,
er eigi varð fyrir séð, og óhagstætt árferði, er orsakaði
vanskil af hálfu félagsmanna. Félagið hafði fasta
verzlun á Sauðárkróki, Siglufirði, Oddeyri, Raufar-
höfn og Seyðisfirði, en rak aulc þess lausaverzlun af
skipum sinum á ýmsum höfnuro nyrðra og eystra.
Varð reksturinn ærið umfangsmikill og örðugur á
þessum árum, er smá seglskip önnuðust flutninga
alla, en hafís lokaði höfnum lengur eða skemur flest
ár. Hafði Tryggvi ærið að vinna, er hann átti að
hafa yfirumsjón með öllum verzlunum félagsins, ann-
ast innkaup öll og afgreiðslu skipa félagsins, hafa
hönd i bagga um sölu islenzku vörunnar og sjá um
allar reikningagerðir. Hér vann hann margra manna
verk, enda langur vinnudagurinn, og tóm til bréfa-
skrifta gafst honum helzt á næturnar. Þessum vinnu-
háttum mun hann liafa haldið lengstum i þau 40 ár,
sem hann var kaupstjóri Gránufélagsins og banka-
stjóri.
X.
Þegar fyrstu kaupfélögin, Gránufélagið og Verzl-
unarfélagið við Húnaflóa, hófu starf sitt um 1870, var
ekki í mörg hús að venda um viðskipti fyrir íslendinga
erlendis. Húnaflóafélagið sneri sér til Noregs,
Björgvinjar, en Gránufélagið til Kaupmannahafnar.
Eigi kom þetta af þvi, að íslendingar hefði þá ekki
uppgötvað England. Hitt var heldur, að Englendingar
höfðu fram til þessa lítil viðskipti haft við íslendinga.
Sauðaverzlunin, er rúmum 10 árum siðar varð undir-
staða kaupfélagsverzlunarinnar, var naumast byrjuð
(97) 4