Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 110
á miklu breiðara grundvelli, og samtökin fyrst um
sinn miðuð við sjálfstæðisbaráttuna, henni til styrkt-
ar. Hér varð Jón Sigurðsson að sjálfsögðu foringinn,
er allt miðaðist við. En af undirtektum, sem þessi
félagsstofnun hlaut, má sjá, að henni var óvíða betur
tekið en í Þingeyjarsýslu, og af ritgerð eftir Jón
Sigurðsson á Gautlöndum í Norðanfara 1870 kemur
glögglega fram, að fyrirmyndin er Selskabet for
Norges Vel, og cru þar greinileg áhrif frá Tryggva
Gunnarssyni, vini Jóns og samherja. Tryggvi átti elcki
sæti á Alþingi 1871, er gengið var frá stofnun Þjóð-
vinafélagsins, og kemur hann ekki við stjórn þess
fyrstu árin, en á síðustu árum Jóns Sigurðssonar er
hann orðinn önnur hönd hans í stjórn félagsins, vara-
forseti frá 1877 og forseti við fráfall hans. Gegndi
hann þvi starfi siðan til dauðadags, að frátöldum 2
árum, er honum var frá bolað af pólitiskum ástæðum
(1911—12, 1912—13).
Of langt mál yrði að ræða hér afrek Þjóðvinafélags-
ins undir stjórn Tryggva Gunnarssonar. Félagið átti
lengstum við fátækt að striða, er háði mjög bóka-
útgáfu þess. Eigi að síður má kalla þessa útgáfu furðu-
lega mikla og gagnvænlega. En það var fyrst og
fremst Tryggva að þakka, að félagið lognaðist ekki
út af eftir dauða Jóns Sigurðssonar, enda mæddi
umsjá þess og fjárreiður allskostar á honum. Var
þar mikið verk unnið og við misjafnt þakklæti, eins
og gengur.
Þegar Tryggvi Gunnarsson kom til Reykjavíkur,
var þar margt vanrækt, bæði í atvinnumálum og
bæjarmálum, og lét hann þá margt til sin taka í senn.
Áður var getið starfa hans fyrir útveginn. Hann
gekkst fyrir stofnun Lestrarfélags alþýðu, kom
skipulagi á akstur þvotts úr bænum inn i Laugarnar,
er áður var þangað og þaðan borinn á bakinu af
vinnukonum i bænum. Hann stofnaði félag til þess
að koma á reglu á salernahreinsun i bænum, er bæjar-
(108)